„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 15:43 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39