Hélt sér á lífi í 101 sólarhring með skunkaveiðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:56 Kingston er aftur kominn í faðm eigenda sinna eftir 101 sólarhring á vergangi. AP/Ben Lepe Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið. Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið.
Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01