„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:19 Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands. Vísir/Arnar Bændasamtökin segja það mikil vonbrigði að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, „skuli gefast upp í baráttunni við að halda upp rétti okkar Íslendingatil að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna vegna frumvarps sem Kristján Þórs um að leyfa innflutning á hráu kjöti og hráum eggjum. Á sama tíma á að bregðast við með mótvægisaðgerðum svo verja megi íslenska búfjárstofna. Yfirlýsing Bændasamtakanna er nokkuð harðorð en þar segir meðal annars: „Fyrirætlun ráðherra er kynnt þrátt fyrir varnaðarorð fjölda fólks í gegnum tíðina, s.s. lækna, vísindamanna, bænda og stjórnmálamanna. Bent hefur verið á að aukinn innflutningur muni fjölga sýkingum í mönnum, ógna viðkvæmum búfjárstofnum og auka líkurnar á því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Ábyrgð ráðherra er mikil og furðulegt að ríkisstjórn, sem hefur talað um á tyllidögum að efla íslenska matvælaframleiðslu, skuli fara fram með þessum hætti. Bændasamtökin lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í málinu.“Mótvægisaðgerðirnar góðar að mati yfirlæknis Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans, en hann hefur bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Að hans mati eru mótvægisaðgerðirnar sem boðaðar eru í frumvarpinu góðar og hægt að sættast á frumvarpið verði mótvægisaðgerðunum framfylgt. Þá hefur Félag atvinnurekenda fagnað frumvarpinu og segir að með samþykkt þess muni loks ljúka áratugalöngum brotum íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum. Að mati Bændasamtakanna er hagsmunum landbúnaðarins aftur á móti fórnað fyrir hagsmuni heildsala „sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Viðskiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök. Búfjárheilsa er látin lönd leið og bitlausar varnir í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðherra duga skammt. Það er þverstæða að kynna til sögunnar aðgerðaáætlun til að auka matvælaöryggi á sama tíma og innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu. Það er hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógna bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með. Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Bændasamtökin segja það mikil vonbrigði að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, „skuli gefast upp í baráttunni við að halda upp rétti okkar Íslendingatil að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna vegna frumvarps sem Kristján Þórs um að leyfa innflutning á hráu kjöti og hráum eggjum. Á sama tíma á að bregðast við með mótvægisaðgerðum svo verja megi íslenska búfjárstofna. Yfirlýsing Bændasamtakanna er nokkuð harðorð en þar segir meðal annars: „Fyrirætlun ráðherra er kynnt þrátt fyrir varnaðarorð fjölda fólks í gegnum tíðina, s.s. lækna, vísindamanna, bænda og stjórnmálamanna. Bent hefur verið á að aukinn innflutningur muni fjölga sýkingum í mönnum, ógna viðkvæmum búfjárstofnum og auka líkurnar á því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Ábyrgð ráðherra er mikil og furðulegt að ríkisstjórn, sem hefur talað um á tyllidögum að efla íslenska matvælaframleiðslu, skuli fara fram með þessum hætti. Bændasamtökin lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í málinu.“Mótvægisaðgerðirnar góðar að mati yfirlæknis Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans, en hann hefur bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Að hans mati eru mótvægisaðgerðirnar sem boðaðar eru í frumvarpinu góðar og hægt að sættast á frumvarpið verði mótvægisaðgerðunum framfylgt. Þá hefur Félag atvinnurekenda fagnað frumvarpinu og segir að með samþykkt þess muni loks ljúka áratugalöngum brotum íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum. Að mati Bændasamtakanna er hagsmunum landbúnaðarins aftur á móti fórnað fyrir hagsmuni heildsala „sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Viðskiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök. Búfjárheilsa er látin lönd leið og bitlausar varnir í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðherra duga skammt. Það er þverstæða að kynna til sögunnar aðgerðaáætlun til að auka matvælaöryggi á sama tíma og innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu. Það er hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógna bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00