Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2019 21:31 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindi bílaleigu af fullri hörku til varnar neytendum sem hafi verið freklega blekktir. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna í tengslum við afhjúpun á háttsemi Procar. Ljóst er að Procar hafi átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum. Í ályktuninni segir að stjórnvöld geti einungis brugðist við með því að gera rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þurfi að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isHeil atvinnugrein rúin trausti Samtökin segja að fyrir aukinni skoðunartíðni liggi ýmis rök. „Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda. Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni:Stjórn Neytendasamtakanna ályktarÍ kjölfar fjölmargra fyrirspurna og ábendinga sem Neytendasamtökunum hefur borist frá félögum undanfarnar vikur vegna afhjúpunar á háttsemi bílaleigu, ályktar stjórn samtakanna eftirfarandi:-Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum, sem hafa verið freklega blekktir. Það verður einungis gert með rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þarf að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er. Jafnframt þarf að tryggja að eftirlit með akstursmælum verði fullnægjandi.Fyrir aukinni skoðunartíðni liggja ýmis rök. Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda.Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð. Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindi bílaleigu af fullri hörku til varnar neytendum sem hafi verið freklega blekktir. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna í tengslum við afhjúpun á háttsemi Procar. Ljóst er að Procar hafi átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum. Í ályktuninni segir að stjórnvöld geti einungis brugðist við með því að gera rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þurfi að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isHeil atvinnugrein rúin trausti Samtökin segja að fyrir aukinni skoðunartíðni liggi ýmis rök. „Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda. Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni:Stjórn Neytendasamtakanna ályktarÍ kjölfar fjölmargra fyrirspurna og ábendinga sem Neytendasamtökunum hefur borist frá félögum undanfarnar vikur vegna afhjúpunar á háttsemi bílaleigu, ályktar stjórn samtakanna eftirfarandi:-Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum, sem hafa verið freklega blekktir. Það verður einungis gert með rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þarf að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er. Jafnframt þarf að tryggja að eftirlit með akstursmælum verði fullnægjandi.Fyrir aukinni skoðunartíðni liggja ýmis rök. Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda.Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð.
Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09