Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 18:49 Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30