Sjónvarpstæki og dreifing gætu haft áhrif á hljóðið Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 13:06 Kristína Bærendsen verður meðal þáttakenda í úrslitum Söngvakeppninnar. Mynd/ Mummi Lú Framkvæmdastjórn Söngvakeppni Sjónvarpsins er stanslaust að skoða gæði hljóðs á útsendingu keppninnar. Þetta sagði Rúnar Freyr Gíslason, sem situr í framkvæmdastjórninni, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar ræddu þáttastjórnendur kvartanir sem þeir höfðu orðið varir við á samfélagsmiðlum sem vörðuðu hljóðið á útsendingu frá undakvöldum Söngvakeppninnar. Rúnar sagði umræðuna um hljóðið hafa verið áberandi fyrir tveimur árum. Þá kvörtuðu bæði tónlistarkonan Hildur Kristín og flytjendur lagsins Heim til þín undan hljóðblöndun á þeirra frammistöðu í keppninni. Sagði Rúnar að hljóðblöndunin hefði batnað til muna í fyrra og í ár var sérstaklega tekið á þessu þar sem hljóðmenn voru fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum. Voru hljóðmennirnir látnir hlusta aftur og aftur á framlög keppenda til að finna út hvernig best væri að hljóðblanda lögin. Rúnar sagði að upplifun áhorfenda virtist vera mismunandi eftir því hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki það er í áskrift og hvernig sjónvarpstæki það á. Sagði hann að hljóðið færi í það minnsta í fínu lagi frá útsendingabílnum en það virðist vera sem að eitthvað skolist til hjá dreifingaraðilum útsendingarinnar og þá geti sjónvarpstækið skipt máli. „Við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera í þessu því hljóðið frá okkur fer í fínu lagi,“ sagði Rúnar.Ekki flókin hljóðblöndun Ekki væri um flókna hljóðblöndun að ræða. Hljóðmennirnir þurfa einungis að blanda söngnum við undirspil sem leikið er af upptöku, og væru því engin lifandi hljóðfæraleikur að flækja málið. Þáttastjórnendur bentu á að þetta væri atriði sem skipti miklu máli, ef hljóðið er ekki í lagi á flutningi laga þá séu minni líkur á að það njóti stuðnings áhorfenda.Rúnar Freyr Gíslason er einn af fjórum sem skipa framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar.Rúnar Freyr GíslasonRúnar gekkst við því og nefndi aftur að hljóðmenn hefðu verið fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum og sérstakur tónlistarstjóri sem fylgist með öllu ferlinu.Tryggt að atkvæðamesta lagið vinnur Þáttastjórnendur ræddu einnig breytingar á fyrirkomulagi á einvígi úrslita Söngvakeppninnar. Einvígið fer venjulega þannig fram að tvö stigahæstu liðin mætast í einvígi þar sem þau berjast um hylli þjóðarinnar í hreinni símakosningu. Þannig hefur ferlið verið undanfarin ár. Í ár verður einvígið hins vegar með þeim hætti að lögin tvö taka með sér stigin sem þau fá úr fyrri umferð úrslitakvöldsins, en um er að ræða stig frá bæði alþjóðlegri dómnefnd og áhorfendum. Í fyrra hafði Dagur Sigurðsson, sem flutti lagið Í stormi, mikla yfirburði í fyrri umferðinni en mætti Ara Ólafssyni, sem flutti lagið Our Choice, í einvíginu þar sem Ari hafði sigur. Hefðu stigin úr fyrri umferð hins vegar fylgt í einvígið hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari.Sjá einnig: Dagur hefði unnið með nýju reglunum Rúnar sagði þessa breytingu í ár vera viðbragð framkvæmdastjórnarinnar við þessum úrslitum sem áttu sér í stað í fyrra. Hann segir að ákveðið hefði verið að breyta fyrirkomulaginu í ágúst og var hún kynnt fyrir starfsmönnum RÚV í janúar. Hann sagði að þessi breyting tryggði að það lag sem hlýtur flest atkvæði á úrslitakvöldinu verður framlag Íslendinga í Eurovision sem verður haldið í Tel Aviv í Ísrael í maí næstkomandi. Rúnar benti á að fyrirkomulagið sem stuðst var við í fyrra sé hins vegar alveg réttlætanlegt. Nefndi hann að í Frakklandi fari forsetakosningar fram þannig að kosið sé um frambjóðendur í fyrri umferð og mætast þeir tveir sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni í seinni umferð þar sem þjóðin velur á milli þeirra tveggja.Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikið umtal.FBL/Sigtryggur AriEnginn brotið reglurVísir greindi frá því í síðustu viku að keppendur hefðu gert athugasemd við framgöngu Hatara og sveitin sökuð um að brjóta gegn reglum keppninnar sem varðar ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda og annarra keppenda og komið þannig óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða Eurovision. Rúnar sagði að framkvæmdastjórninni hefðu borist athugasemdir frá keppendum og áhorfendum um æði margt í keppninni. „Þetta er náttúrlega hörð keppni og sömu reglur um alla. Og RÚV passar jafnræðisregluna og að öllum keppendum sé sýnd sama athygli.“ Hann gekkst við því að athugasemdir hefðu borist um Hatara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði hann eingöngu að reglur keppninnar hefðu hingað til ekki verið brotnar að mati framkvæmdastjórnarinnar, hvorki af Hatara eða öðrum keppendum. „Það eru allir ennþá í keppninni og góðir.“ Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin“ "Söngvakeppnin líður fyrir það að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin en lögin eru nánast öll b+.“ 20. febrúar 2019 12:30 Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30 Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Framkvæmdastjórn Söngvakeppni Sjónvarpsins er stanslaust að skoða gæði hljóðs á útsendingu keppninnar. Þetta sagði Rúnar Freyr Gíslason, sem situr í framkvæmdastjórninni, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar ræddu þáttastjórnendur kvartanir sem þeir höfðu orðið varir við á samfélagsmiðlum sem vörðuðu hljóðið á útsendingu frá undakvöldum Söngvakeppninnar. Rúnar sagði umræðuna um hljóðið hafa verið áberandi fyrir tveimur árum. Þá kvörtuðu bæði tónlistarkonan Hildur Kristín og flytjendur lagsins Heim til þín undan hljóðblöndun á þeirra frammistöðu í keppninni. Sagði Rúnar að hljóðblöndunin hefði batnað til muna í fyrra og í ár var sérstaklega tekið á þessu þar sem hljóðmenn voru fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum. Voru hljóðmennirnir látnir hlusta aftur og aftur á framlög keppenda til að finna út hvernig best væri að hljóðblanda lögin. Rúnar sagði að upplifun áhorfenda virtist vera mismunandi eftir því hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki það er í áskrift og hvernig sjónvarpstæki það á. Sagði hann að hljóðið færi í það minnsta í fínu lagi frá útsendingabílnum en það virðist vera sem að eitthvað skolist til hjá dreifingaraðilum útsendingarinnar og þá geti sjónvarpstækið skipt máli. „Við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera í þessu því hljóðið frá okkur fer í fínu lagi,“ sagði Rúnar.Ekki flókin hljóðblöndun Ekki væri um flókna hljóðblöndun að ræða. Hljóðmennirnir þurfa einungis að blanda söngnum við undirspil sem leikið er af upptöku, og væru því engin lifandi hljóðfæraleikur að flækja málið. Þáttastjórnendur bentu á að þetta væri atriði sem skipti miklu máli, ef hljóðið er ekki í lagi á flutningi laga þá séu minni líkur á að það njóti stuðnings áhorfenda.Rúnar Freyr Gíslason er einn af fjórum sem skipa framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar.Rúnar Freyr GíslasonRúnar gekkst við því og nefndi aftur að hljóðmenn hefðu verið fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum og sérstakur tónlistarstjóri sem fylgist með öllu ferlinu.Tryggt að atkvæðamesta lagið vinnur Þáttastjórnendur ræddu einnig breytingar á fyrirkomulagi á einvígi úrslita Söngvakeppninnar. Einvígið fer venjulega þannig fram að tvö stigahæstu liðin mætast í einvígi þar sem þau berjast um hylli þjóðarinnar í hreinni símakosningu. Þannig hefur ferlið verið undanfarin ár. Í ár verður einvígið hins vegar með þeim hætti að lögin tvö taka með sér stigin sem þau fá úr fyrri umferð úrslitakvöldsins, en um er að ræða stig frá bæði alþjóðlegri dómnefnd og áhorfendum. Í fyrra hafði Dagur Sigurðsson, sem flutti lagið Í stormi, mikla yfirburði í fyrri umferðinni en mætti Ara Ólafssyni, sem flutti lagið Our Choice, í einvíginu þar sem Ari hafði sigur. Hefðu stigin úr fyrri umferð hins vegar fylgt í einvígið hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari.Sjá einnig: Dagur hefði unnið með nýju reglunum Rúnar sagði þessa breytingu í ár vera viðbragð framkvæmdastjórnarinnar við þessum úrslitum sem áttu sér í stað í fyrra. Hann segir að ákveðið hefði verið að breyta fyrirkomulaginu í ágúst og var hún kynnt fyrir starfsmönnum RÚV í janúar. Hann sagði að þessi breyting tryggði að það lag sem hlýtur flest atkvæði á úrslitakvöldinu verður framlag Íslendinga í Eurovision sem verður haldið í Tel Aviv í Ísrael í maí næstkomandi. Rúnar benti á að fyrirkomulagið sem stuðst var við í fyrra sé hins vegar alveg réttlætanlegt. Nefndi hann að í Frakklandi fari forsetakosningar fram þannig að kosið sé um frambjóðendur í fyrri umferð og mætast þeir tveir sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni í seinni umferð þar sem þjóðin velur á milli þeirra tveggja.Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikið umtal.FBL/Sigtryggur AriEnginn brotið reglurVísir greindi frá því í síðustu viku að keppendur hefðu gert athugasemd við framgöngu Hatara og sveitin sökuð um að brjóta gegn reglum keppninnar sem varðar ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda og annarra keppenda og komið þannig óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða Eurovision. Rúnar sagði að framkvæmdastjórninni hefðu borist athugasemdir frá keppendum og áhorfendum um æði margt í keppninni. „Þetta er náttúrlega hörð keppni og sömu reglur um alla. Og RÚV passar jafnræðisregluna og að öllum keppendum sé sýnd sama athygli.“ Hann gekkst við því að athugasemdir hefðu borist um Hatara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði hann eingöngu að reglur keppninnar hefðu hingað til ekki verið brotnar að mati framkvæmdastjórnarinnar, hvorki af Hatara eða öðrum keppendum. „Það eru allir ennþá í keppninni og góðir.“
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin“ "Söngvakeppnin líður fyrir það að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin en lögin eru nánast öll b+.“ 20. febrúar 2019 12:30 Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30 Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
„Að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin“ "Söngvakeppnin líður fyrir það að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin en lögin eru nánast öll b+.“ 20. febrúar 2019 12:30
Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30
Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58