Þrír stjórnarþingmenn ganga til liðs við klofningshópinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 12:33 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Þrír stjórnarþingmenn breska Íhaldsflokksins hafa sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við nýjan hóp þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni. BBC greinir frá. Anna Soubry, Sarah Wollaston og Heidi Allen tilkynntu Theresu May, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra, um ákvörðun þeirra bréfleiðis í dag. Þær segja að stefna flokksins vegna Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera ástæða þess að þær yfirgefa flokkinn. Þær eru allar hlynntar áframhaldandi veru Bretlands í ESB. Í bréfinu segja þær að Íhaldsflokkurinn hafi færst of mikið til hægri og gagnrýna þær sérstaklega samstarf flokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP). Þá hafi flokkurinn verið hertekinn af þeim sem krefjist þess að Bretland yfirgefi ESB. „Það er óforsvaranlegt að flokkur sem lagði alla áherslu á efnahaginn standi nú fyrir því að ýta okkur á ábyrgðarlausan hátt í átt að engu samkomulagi,“ skrifuðu þremenningarnir. Munu þær ganga til liðs við Sjálfstæða hópinn, hóp átta þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni, meðal annars vegna ósættis við hvernig flokkurinn hefur tekið á Brexit. Ellefu þingmenn mynda því hinn nýja hóp sem er þá orðinn fjölmennari en þingflokkur Lýðræðislega sambandsflokksins og jafnstór þingflokki Frjálslyndra demókrata. Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Þrír stjórnarþingmenn breska Íhaldsflokksins hafa sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við nýjan hóp þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni. BBC greinir frá. Anna Soubry, Sarah Wollaston og Heidi Allen tilkynntu Theresu May, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra, um ákvörðun þeirra bréfleiðis í dag. Þær segja að stefna flokksins vegna Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera ástæða þess að þær yfirgefa flokkinn. Þær eru allar hlynntar áframhaldandi veru Bretlands í ESB. Í bréfinu segja þær að Íhaldsflokkurinn hafi færst of mikið til hægri og gagnrýna þær sérstaklega samstarf flokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP). Þá hafi flokkurinn verið hertekinn af þeim sem krefjist þess að Bretland yfirgefi ESB. „Það er óforsvaranlegt að flokkur sem lagði alla áherslu á efnahaginn standi nú fyrir því að ýta okkur á ábyrgðarlausan hátt í átt að engu samkomulagi,“ skrifuðu þremenningarnir. Munu þær ganga til liðs við Sjálfstæða hópinn, hóp átta þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni, meðal annars vegna ósættis við hvernig flokkurinn hefur tekið á Brexit. Ellefu þingmenn mynda því hinn nýja hóp sem er þá orðinn fjölmennari en þingflokkur Lýðræðislega sambandsflokksins og jafnstór þingflokki Frjálslyndra demókrata.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10
Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent