Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 08:41 Mynd frá björgunaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags í Suður-Afríku. Wilderness Search and rescue Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is. Suður-Afríka Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is.
Suður-Afríka Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira