Fá ekki afslátt á hitaveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. febrúar 2019 07:30 Frá Laugalandi. fréttablaðið/Veitur Veitur ætla ekki að verða við áskorun sveitarstjórna í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra um að lækka hitaveitureikninga íbúa á svæðinu. „Sveitarstjórn harmar að Veitur skuli ekki samþykkja að koma til móts við íbúa sem þurftu að greiða margfalda hitaveitureikninga vegna vandræða Veitna við afhendingu á heitu vatni undanfarið og skorar á Veitur að endurskoða þá ákvörðun,“ bókar sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna málsins. Segist sveitarstjórnin leggja mikinn þunga á að Veitur setji mun meiri kraft í öflun á heitu vatni fyrir vaxandi byggð. „Skoða ber alla möguleika í þeim efnum m.a. að sækja heitt vatn frá vesturbakka Þjórsár þar sem nægar uppsprettur virðast vera.“ Á fundi fulltrúa sveitarfélaganna með fulltrúum Veitna kom fram að eftirspurn eftir heitu vatni jókst um 9 prósent milli 2017 og 2018. Ekki hafi gengið vel að anna þessari eftirspurn. „Á fundinum kom fram að Veitur munu ekki taka á sig hluta kostnaðar vegna hærri reikninga sem hluti íbúa fékk síðastliðið haust,“ segir í minnisblaði af fundinum. Sveitarfélögin segja ástæðu hækkandi heitavatnsreikninga meiri notkun vegna lækkandi hitastigs á vatninu en Veitur segja ástæðuna fyrst og fremst kaldara veður í fyrra en árið 2017. „Í Rangárþingi miða Veitur við að lágmarkshiti til afhendingar í dreifbýli sé 50 gráður en 55 gráður í þéttbýli. Hitastig í Reykjavík inn í hús er að minnsta kosti 60 gráður en misjafnt eftir hverfum, hiti út úr kerfi í Reykjavík er um 80 gráður,“ segir í minnisblaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Veitur ætla ekki að verða við áskorun sveitarstjórna í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra um að lækka hitaveitureikninga íbúa á svæðinu. „Sveitarstjórn harmar að Veitur skuli ekki samþykkja að koma til móts við íbúa sem þurftu að greiða margfalda hitaveitureikninga vegna vandræða Veitna við afhendingu á heitu vatni undanfarið og skorar á Veitur að endurskoða þá ákvörðun,“ bókar sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna málsins. Segist sveitarstjórnin leggja mikinn þunga á að Veitur setji mun meiri kraft í öflun á heitu vatni fyrir vaxandi byggð. „Skoða ber alla möguleika í þeim efnum m.a. að sækja heitt vatn frá vesturbakka Þjórsár þar sem nægar uppsprettur virðast vera.“ Á fundi fulltrúa sveitarfélaganna með fulltrúum Veitna kom fram að eftirspurn eftir heitu vatni jókst um 9 prósent milli 2017 og 2018. Ekki hafi gengið vel að anna þessari eftirspurn. „Á fundinum kom fram að Veitur munu ekki taka á sig hluta kostnaðar vegna hærri reikninga sem hluti íbúa fékk síðastliðið haust,“ segir í minnisblaði af fundinum. Sveitarfélögin segja ástæðu hækkandi heitavatnsreikninga meiri notkun vegna lækkandi hitastigs á vatninu en Veitur segja ástæðuna fyrst og fremst kaldara veður í fyrra en árið 2017. „Í Rangárþingi miða Veitur við að lágmarkshiti til afhendingar í dreifbýli sé 50 gráður en 55 gráður í þéttbýli. Hitastig í Reykjavík inn í hús er að minnsta kosti 60 gráður en misjafnt eftir hverfum, hiti út úr kerfi í Reykjavík er um 80 gráður,“ segir í minnisblaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira