Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2019 22:45 Í fjórða sinn er útboði á vegum heilbrigðisráðuneytisins vegna sjúkrabíla frestað. Flotinn er farinn að láta á sjá Vísir/JóhannK Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytisins fengið opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum frestað fram í ágúst. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.Ástæðan er að samningaviðræður milli ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla í landinu þarf að leiða til lykta, en forsenda þess að útboð geti farið fram er að samkomulag náist í viðræðum milli aðila um yfirtöku ríkisins á rekstrinum.Sjá einnig:Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluSjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi. Vegna málsins sendu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að báðir aðilar hafi um alllangt skeið unnið að samkomulagi varðandi samning sem sé í gildi og hafi verið um útvegun og rekstur sjúkrabíla á hendi Rauða krossins.Sjúkraflutningamenn og lögregla á vettvangu umferðarslyss á Lambhagavegi nýverið.Vísir/JóhannKÚtboði frestað aftur í dag Aðilar eru sammála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýjun sjúkrabíla. Samkvæmt upplýsingum frestast því opnun útboðs um 158 daga en líklegt er að útboð frá því það er opnað taki um níu til tíu mánuði þar til fyrstu bílar eru komnir til landsins og tilbúnir til notkunar. Þetta er í fjórða sinni sem útboði er frestað.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKViðurkennt af báðum aðilum að ástandið sé ekki eðlilegt.Í yfirlýsingunni segir að nauðsynlegt sé að skoða allar leiðir að lausnum til lengri og skemmri tíma litið þannig að rekstur og endurnýjun sjúkrabílaflotans geti komist í eðlilegt horf hið allra fyrsta. Á meðan aðilar skoða lausnir eldist flotinn hratt. Fréttastofan hefur fjallað ítarlega um ástand sjúkrabílaflotans frá því heilbrigðisráðherra tilkynnti um yfirtöku á rekstrinum í mars í fyrra. Deilan á milli aðila er í algjörum hnút og virðist hvorugur ætla gefa eftir svo einhverju nemi. Sagt var frá því um miðjan febrúar að vegna ástandsins hafi Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn sammála um að ráðgjafafyrirtæki myndi vinna úttekt á aðskilnaði aðila og var skýrslunni skilað í febrúar. Þegar samningsaðilar höfðu kynnt sér efni skýrslunnar voru þeir ásáttir um að birta efni hennar ekki opinberlega, eftir að fréttastofan óskaði eftir skýrslunni.Sjá nánar: Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Fréttastofan óskaði þá eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá skýrsluna til skoðunar auk allra tölvupóstsamskipta á milli aðila vegna málsins. Heilbrigðisráðuneytið fékk frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð hvers vegna ekki megi gera efni skýrslunnar opinbert.Sjúkrabíll á vettvangi umferðarslyss.Vísir/JóhannKRauði krossinn sendir umsjónarmönnum greinargerð Í byrjun mars sendi Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi greinargerð til allra umsjónarmanna sjúkrabíla í landinu þar sem greint var frá stöðu mála. Í greinargerðinni, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir Kristín að Rauði krossinn deili þeim áhyggjum sem sjúkraflutningamenn og rekstraraðilar hafa komið á framfæri í fjölmiðlum og tekur undir að það eru bæði vonbrigði og aukin áhætta fyrir sjúkraflutninga í landinu að enn á ný skuli nauðsynleg endurnýjun sjúkrabíla tefjast með þeirri ákvörðun ríkisins að fresta útboði sínu á sjúkrabílum og áréttað að útboðið er ekki á vegum Rauða krossins heldur ríkisins. Þá segir Kristín í bréfinu að viðræður um yfirtöku ríkisins á rekstrinum og uppgjör hafi staðið nú í tvö og hálft ár og að Rauði krossinn hafi boðið ríkinu samning árið 2018 til þriggja ára á meðan skipulag yfirtökunnar yrði mótað. Á það hafi ráðuneytið ekki fallist.Á vettvangi umferðarslyssVísir/JóhannKSegir umfjöllun um sjúkrabílaflotann ekki að öllu leyti sanngjarna og réttmæta Kristín segir jafnframt í bréfinu að Rauði krossinn sé sammála því sem komið hafi fram í fjölmiðlum að staðan sé mikið áhyggjuefni og þolmörkum hafi verið náð en að sú umfjöllun sem hafi birst um aldur og akstur bílaflotans hafi hins vegar ekki að öllu leyti sanngjörn og réttmæt.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“Samningurinn um Sjúkrabílasjóð nái til 68 bíla og þeir 16 bílar sem Rauði krossinn útvegar til viðbótar, sem eru eðli máls samkvæmt bæði meira eknir og eldri en þeir bílar sem samningurinn nær til, hækkar eðlilega bæði meðalaldur og meðalakstur heildarflotans. Þá segir að þeir viðbótarbílar gera það hins vegar kleift að draga úr áhættu í sjúkraflutningum þar sem fleiri bílar eru tiltækir en gert var ráð fyrir. Þessi orð Kristínar í greinargerðinni stangast á við ummæli umsjónaraðila sjúkrabíla víða um land sem fréttastofan hefur rætt við. Þeir eru sammála um að allt of oft gerist það að sjúkrabílar sem sé löngu komnir á aldur og eknir langt um meira en eðlilegt getur talist séu úr umferð vegna bilunar og þá í langan tíma.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsend Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytisins fengið opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum frestað fram í ágúst. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.Ástæðan er að samningaviðræður milli ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla í landinu þarf að leiða til lykta, en forsenda þess að útboð geti farið fram er að samkomulag náist í viðræðum milli aðila um yfirtöku ríkisins á rekstrinum.Sjá einnig:Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluSjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi. Vegna málsins sendu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að báðir aðilar hafi um alllangt skeið unnið að samkomulagi varðandi samning sem sé í gildi og hafi verið um útvegun og rekstur sjúkrabíla á hendi Rauða krossins.Sjúkraflutningamenn og lögregla á vettvangu umferðarslyss á Lambhagavegi nýverið.Vísir/JóhannKÚtboði frestað aftur í dag Aðilar eru sammála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýjun sjúkrabíla. Samkvæmt upplýsingum frestast því opnun útboðs um 158 daga en líklegt er að útboð frá því það er opnað taki um níu til tíu mánuði þar til fyrstu bílar eru komnir til landsins og tilbúnir til notkunar. Þetta er í fjórða sinni sem útboði er frestað.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKViðurkennt af báðum aðilum að ástandið sé ekki eðlilegt.Í yfirlýsingunni segir að nauðsynlegt sé að skoða allar leiðir að lausnum til lengri og skemmri tíma litið þannig að rekstur og endurnýjun sjúkrabílaflotans geti komist í eðlilegt horf hið allra fyrsta. Á meðan aðilar skoða lausnir eldist flotinn hratt. Fréttastofan hefur fjallað ítarlega um ástand sjúkrabílaflotans frá því heilbrigðisráðherra tilkynnti um yfirtöku á rekstrinum í mars í fyrra. Deilan á milli aðila er í algjörum hnút og virðist hvorugur ætla gefa eftir svo einhverju nemi. Sagt var frá því um miðjan febrúar að vegna ástandsins hafi Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn sammála um að ráðgjafafyrirtæki myndi vinna úttekt á aðskilnaði aðila og var skýrslunni skilað í febrúar. Þegar samningsaðilar höfðu kynnt sér efni skýrslunnar voru þeir ásáttir um að birta efni hennar ekki opinberlega, eftir að fréttastofan óskaði eftir skýrslunni.Sjá nánar: Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Fréttastofan óskaði þá eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá skýrsluna til skoðunar auk allra tölvupóstsamskipta á milli aðila vegna málsins. Heilbrigðisráðuneytið fékk frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð hvers vegna ekki megi gera efni skýrslunnar opinbert.Sjúkrabíll á vettvangi umferðarslyss.Vísir/JóhannKRauði krossinn sendir umsjónarmönnum greinargerð Í byrjun mars sendi Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi greinargerð til allra umsjónarmanna sjúkrabíla í landinu þar sem greint var frá stöðu mála. Í greinargerðinni, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir Kristín að Rauði krossinn deili þeim áhyggjum sem sjúkraflutningamenn og rekstraraðilar hafa komið á framfæri í fjölmiðlum og tekur undir að það eru bæði vonbrigði og aukin áhætta fyrir sjúkraflutninga í landinu að enn á ný skuli nauðsynleg endurnýjun sjúkrabíla tefjast með þeirri ákvörðun ríkisins að fresta útboði sínu á sjúkrabílum og áréttað að útboðið er ekki á vegum Rauða krossins heldur ríkisins. Þá segir Kristín í bréfinu að viðræður um yfirtöku ríkisins á rekstrinum og uppgjör hafi staðið nú í tvö og hálft ár og að Rauði krossinn hafi boðið ríkinu samning árið 2018 til þriggja ára á meðan skipulag yfirtökunnar yrði mótað. Á það hafi ráðuneytið ekki fallist.Á vettvangi umferðarslyssVísir/JóhannKSegir umfjöllun um sjúkrabílaflotann ekki að öllu leyti sanngjarna og réttmæta Kristín segir jafnframt í bréfinu að Rauði krossinn sé sammála því sem komið hafi fram í fjölmiðlum að staðan sé mikið áhyggjuefni og þolmörkum hafi verið náð en að sú umfjöllun sem hafi birst um aldur og akstur bílaflotans hafi hins vegar ekki að öllu leyti sanngjörn og réttmæt.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“Samningurinn um Sjúkrabílasjóð nái til 68 bíla og þeir 16 bílar sem Rauði krossinn útvegar til viðbótar, sem eru eðli máls samkvæmt bæði meira eknir og eldri en þeir bílar sem samningurinn nær til, hækkar eðlilega bæði meðalaldur og meðalakstur heildarflotans. Þá segir að þeir viðbótarbílar gera það hins vegar kleift að draga úr áhættu í sjúkraflutningum þar sem fleiri bílar eru tiltækir en gert var ráð fyrir. Þessi orð Kristínar í greinargerðinni stangast á við ummæli umsjónaraðila sjúkrabíla víða um land sem fréttastofan hefur rætt við. Þeir eru sammála um að allt of oft gerist það að sjúkrabílar sem sé löngu komnir á aldur og eknir langt um meira en eðlilegt getur talist séu úr umferð vegna bilunar og þá í langan tíma.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsend
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira