Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2019 22:45 Í fjórða sinn er útboði á vegum heilbrigðisráðuneytisins vegna sjúkrabíla frestað. Flotinn er farinn að láta á sjá Vísir/JóhannK Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytisins fengið opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum frestað fram í ágúst. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.Ástæðan er að samningaviðræður milli ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla í landinu þarf að leiða til lykta, en forsenda þess að útboð geti farið fram er að samkomulag náist í viðræðum milli aðila um yfirtöku ríkisins á rekstrinum.Sjá einnig:Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluSjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi. Vegna málsins sendu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að báðir aðilar hafi um alllangt skeið unnið að samkomulagi varðandi samning sem sé í gildi og hafi verið um útvegun og rekstur sjúkrabíla á hendi Rauða krossins.Sjúkraflutningamenn og lögregla á vettvangu umferðarslyss á Lambhagavegi nýverið.Vísir/JóhannKÚtboði frestað aftur í dag Aðilar eru sammála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýjun sjúkrabíla. Samkvæmt upplýsingum frestast því opnun útboðs um 158 daga en líklegt er að útboð frá því það er opnað taki um níu til tíu mánuði þar til fyrstu bílar eru komnir til landsins og tilbúnir til notkunar. Þetta er í fjórða sinni sem útboði er frestað.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKViðurkennt af báðum aðilum að ástandið sé ekki eðlilegt.Í yfirlýsingunni segir að nauðsynlegt sé að skoða allar leiðir að lausnum til lengri og skemmri tíma litið þannig að rekstur og endurnýjun sjúkrabílaflotans geti komist í eðlilegt horf hið allra fyrsta. Á meðan aðilar skoða lausnir eldist flotinn hratt. Fréttastofan hefur fjallað ítarlega um ástand sjúkrabílaflotans frá því heilbrigðisráðherra tilkynnti um yfirtöku á rekstrinum í mars í fyrra. Deilan á milli aðila er í algjörum hnút og virðist hvorugur ætla gefa eftir svo einhverju nemi. Sagt var frá því um miðjan febrúar að vegna ástandsins hafi Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn sammála um að ráðgjafafyrirtæki myndi vinna úttekt á aðskilnaði aðila og var skýrslunni skilað í febrúar. Þegar samningsaðilar höfðu kynnt sér efni skýrslunnar voru þeir ásáttir um að birta efni hennar ekki opinberlega, eftir að fréttastofan óskaði eftir skýrslunni.Sjá nánar: Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Fréttastofan óskaði þá eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá skýrsluna til skoðunar auk allra tölvupóstsamskipta á milli aðila vegna málsins. Heilbrigðisráðuneytið fékk frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð hvers vegna ekki megi gera efni skýrslunnar opinbert.Sjúkrabíll á vettvangi umferðarslyss.Vísir/JóhannKRauði krossinn sendir umsjónarmönnum greinargerð Í byrjun mars sendi Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi greinargerð til allra umsjónarmanna sjúkrabíla í landinu þar sem greint var frá stöðu mála. Í greinargerðinni, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir Kristín að Rauði krossinn deili þeim áhyggjum sem sjúkraflutningamenn og rekstraraðilar hafa komið á framfæri í fjölmiðlum og tekur undir að það eru bæði vonbrigði og aukin áhætta fyrir sjúkraflutninga í landinu að enn á ný skuli nauðsynleg endurnýjun sjúkrabíla tefjast með þeirri ákvörðun ríkisins að fresta útboði sínu á sjúkrabílum og áréttað að útboðið er ekki á vegum Rauða krossins heldur ríkisins. Þá segir Kristín í bréfinu að viðræður um yfirtöku ríkisins á rekstrinum og uppgjör hafi staðið nú í tvö og hálft ár og að Rauði krossinn hafi boðið ríkinu samning árið 2018 til þriggja ára á meðan skipulag yfirtökunnar yrði mótað. Á það hafi ráðuneytið ekki fallist.Á vettvangi umferðarslyssVísir/JóhannKSegir umfjöllun um sjúkrabílaflotann ekki að öllu leyti sanngjarna og réttmæta Kristín segir jafnframt í bréfinu að Rauði krossinn sé sammála því sem komið hafi fram í fjölmiðlum að staðan sé mikið áhyggjuefni og þolmörkum hafi verið náð en að sú umfjöllun sem hafi birst um aldur og akstur bílaflotans hafi hins vegar ekki að öllu leyti sanngjörn og réttmæt.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“Samningurinn um Sjúkrabílasjóð nái til 68 bíla og þeir 16 bílar sem Rauði krossinn útvegar til viðbótar, sem eru eðli máls samkvæmt bæði meira eknir og eldri en þeir bílar sem samningurinn nær til, hækkar eðlilega bæði meðalaldur og meðalakstur heildarflotans. Þá segir að þeir viðbótarbílar gera það hins vegar kleift að draga úr áhættu í sjúkraflutningum þar sem fleiri bílar eru tiltækir en gert var ráð fyrir. Þessi orð Kristínar í greinargerðinni stangast á við ummæli umsjónaraðila sjúkrabíla víða um land sem fréttastofan hefur rætt við. Þeir eru sammála um að allt of oft gerist það að sjúkrabílar sem sé löngu komnir á aldur og eknir langt um meira en eðlilegt getur talist séu úr umferð vegna bilunar og þá í langan tíma.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsend Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytisins fengið opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum frestað fram í ágúst. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.Ástæðan er að samningaviðræður milli ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla í landinu þarf að leiða til lykta, en forsenda þess að útboð geti farið fram er að samkomulag náist í viðræðum milli aðila um yfirtöku ríkisins á rekstrinum.Sjá einnig:Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluSjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi. Vegna málsins sendu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að báðir aðilar hafi um alllangt skeið unnið að samkomulagi varðandi samning sem sé í gildi og hafi verið um útvegun og rekstur sjúkrabíla á hendi Rauða krossins.Sjúkraflutningamenn og lögregla á vettvangu umferðarslyss á Lambhagavegi nýverið.Vísir/JóhannKÚtboði frestað aftur í dag Aðilar eru sammála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýjun sjúkrabíla. Samkvæmt upplýsingum frestast því opnun útboðs um 158 daga en líklegt er að útboð frá því það er opnað taki um níu til tíu mánuði þar til fyrstu bílar eru komnir til landsins og tilbúnir til notkunar. Þetta er í fjórða sinni sem útboði er frestað.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKViðurkennt af báðum aðilum að ástandið sé ekki eðlilegt.Í yfirlýsingunni segir að nauðsynlegt sé að skoða allar leiðir að lausnum til lengri og skemmri tíma litið þannig að rekstur og endurnýjun sjúkrabílaflotans geti komist í eðlilegt horf hið allra fyrsta. Á meðan aðilar skoða lausnir eldist flotinn hratt. Fréttastofan hefur fjallað ítarlega um ástand sjúkrabílaflotans frá því heilbrigðisráðherra tilkynnti um yfirtöku á rekstrinum í mars í fyrra. Deilan á milli aðila er í algjörum hnút og virðist hvorugur ætla gefa eftir svo einhverju nemi. Sagt var frá því um miðjan febrúar að vegna ástandsins hafi Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn sammála um að ráðgjafafyrirtæki myndi vinna úttekt á aðskilnaði aðila og var skýrslunni skilað í febrúar. Þegar samningsaðilar höfðu kynnt sér efni skýrslunnar voru þeir ásáttir um að birta efni hennar ekki opinberlega, eftir að fréttastofan óskaði eftir skýrslunni.Sjá nánar: Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Fréttastofan óskaði þá eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá skýrsluna til skoðunar auk allra tölvupóstsamskipta á milli aðila vegna málsins. Heilbrigðisráðuneytið fékk frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð hvers vegna ekki megi gera efni skýrslunnar opinbert.Sjúkrabíll á vettvangi umferðarslyss.Vísir/JóhannKRauði krossinn sendir umsjónarmönnum greinargerð Í byrjun mars sendi Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi greinargerð til allra umsjónarmanna sjúkrabíla í landinu þar sem greint var frá stöðu mála. Í greinargerðinni, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir Kristín að Rauði krossinn deili þeim áhyggjum sem sjúkraflutningamenn og rekstraraðilar hafa komið á framfæri í fjölmiðlum og tekur undir að það eru bæði vonbrigði og aukin áhætta fyrir sjúkraflutninga í landinu að enn á ný skuli nauðsynleg endurnýjun sjúkrabíla tefjast með þeirri ákvörðun ríkisins að fresta útboði sínu á sjúkrabílum og áréttað að útboðið er ekki á vegum Rauða krossins heldur ríkisins. Þá segir Kristín í bréfinu að viðræður um yfirtöku ríkisins á rekstrinum og uppgjör hafi staðið nú í tvö og hálft ár og að Rauði krossinn hafi boðið ríkinu samning árið 2018 til þriggja ára á meðan skipulag yfirtökunnar yrði mótað. Á það hafi ráðuneytið ekki fallist.Á vettvangi umferðarslyssVísir/JóhannKSegir umfjöllun um sjúkrabílaflotann ekki að öllu leyti sanngjarna og réttmæta Kristín segir jafnframt í bréfinu að Rauði krossinn sé sammála því sem komið hafi fram í fjölmiðlum að staðan sé mikið áhyggjuefni og þolmörkum hafi verið náð en að sú umfjöllun sem hafi birst um aldur og akstur bílaflotans hafi hins vegar ekki að öllu leyti sanngjörn og réttmæt.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“Samningurinn um Sjúkrabílasjóð nái til 68 bíla og þeir 16 bílar sem Rauði krossinn útvegar til viðbótar, sem eru eðli máls samkvæmt bæði meira eknir og eldri en þeir bílar sem samningurinn nær til, hækkar eðlilega bæði meðalaldur og meðalakstur heildarflotans. Þá segir að þeir viðbótarbílar gera það hins vegar kleift að draga úr áhættu í sjúkraflutningum þar sem fleiri bílar eru tiltækir en gert var ráð fyrir. Þessi orð Kristínar í greinargerðinni stangast á við ummæli umsjónaraðila sjúkrabíla víða um land sem fréttastofan hefur rætt við. Þeir eru sammála um að allt of oft gerist það að sjúkrabílar sem sé löngu komnir á aldur og eknir langt um meira en eðlilegt getur talist séu úr umferð vegna bilunar og þá í langan tíma.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsend
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira