Dómari leiksins dæmdi vítið eftir að hafa fengið ábendingu frá myndbandsdómurunum, VAR, um að þetta væri atvik sem vert væri að kíkja á. Dómarinn ætlaði aldrei að dæma neitt til að byrja með.
Þetta er það sem UEFA kallar stórt atvik sem dómarinn missti af og samkvæmt vinnureglum ber mönnunum í myndbandsherberginu að láta dómarann vita af slíku sem og þeir gerðu.
Dómarinn fór svo að skoðaði atvikið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að fjarlægðin í leikmanninn sem fékk boltann í höndina hefði ekki verið stutt og þar af leiðandi hefði leikmaðurinn getað brugðist við.
This week's #UCL VAR decisions explained.https://t.co/QD1zYfKYrf
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 8, 2019
Allar þessar ákvarðanir eru teknar eftir reglum sem settar eru um VAR eða myndbandsdómgæslu.