Stormur, gul viðvörun og „hressileg“ snjókoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 07:34 Einkum mun snjóa við suðurströndina og á Reykjanesi. Vísir/vilhelm Búist er við austanstormi syðst á landinu síðdegis í dag en gular viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi á Suður- og Suðausturlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir að hvessi með morgninum. Vindurinn nær svo stormstyrk allra syðst á landinu síðdegis og líklegt er að með því fylgi ofankoma. „Á Reynisfjalli ætti að snjóa en slydda á láglendi og jafnvel sums staðar rigning. Aðalúrkoman og mesti vindurinn eru samt bundin við syðst á landinu og ætti ekki að hafa mikil áhrif annars staðar á landinu þótt alls staðar bæti í vind.“Höfuðborgin sleppur ekki eftir bjarta daga Þessi sami bakki gæti síðan komið lengra inná suðvestanvert landið seint í kvöld og nótt með snjókomu. „Staðbundið getur snjóað allhressilega á meðan aðrir staðir sleppa mun betur. Á þetta einkum við suðurströndina og megnið af Reykjanesinu og líklegt þykir að höfuðborgin sleppi ekki eftir þurra og bjarta daga að undanförnu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er búist við mun hægari vindi og suðlægri átt víðast hvar á landinu. Ofankoma verður í flestum landhlutum þó íbúar á Norðvesturlandi gætu sloppið. Víða verður frostlaust við ströndina en annars frost, kaldast inn til landsins norðanlands þar sem frostið gæti farið undir tíu stig að næturlagi. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á laugardag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él sunnanlands, en þurrt að mestu norðantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en sums staðar frostlaust við ströndina. Á sunnudag:Suðaustlæg átt og él á stöku stað, en þurrt á N- og NV-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag:Vaxandi austlæg átt 8-15 síðdegis. Slydda eða snjókoma víðast hvar, en rigning eða slydda SA-lands. Hiti um og yfir frostmarki syðst, en annars vægt frost. Á þriðjudag:Ákveðin norðaustanátt með snjókomu um A-vert landið, þurrt að mestu SA-til, annars él. Vægt frost inn til landsins, einkum NA-lands, en annars 0 til 5 stiga hiti, mildast við S-ströndina. Á miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt og él á stöku stað. Heldur kólnandi í bili. Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með vætu sunnantil en snjókomu fyrir norðan. Hiti að 5 stigum syðra, en annars vægt frost. Veður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Búist er við austanstormi syðst á landinu síðdegis í dag en gular viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi á Suður- og Suðausturlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir að hvessi með morgninum. Vindurinn nær svo stormstyrk allra syðst á landinu síðdegis og líklegt er að með því fylgi ofankoma. „Á Reynisfjalli ætti að snjóa en slydda á láglendi og jafnvel sums staðar rigning. Aðalúrkoman og mesti vindurinn eru samt bundin við syðst á landinu og ætti ekki að hafa mikil áhrif annars staðar á landinu þótt alls staðar bæti í vind.“Höfuðborgin sleppur ekki eftir bjarta daga Þessi sami bakki gæti síðan komið lengra inná suðvestanvert landið seint í kvöld og nótt með snjókomu. „Staðbundið getur snjóað allhressilega á meðan aðrir staðir sleppa mun betur. Á þetta einkum við suðurströndina og megnið af Reykjanesinu og líklegt þykir að höfuðborgin sleppi ekki eftir þurra og bjarta daga að undanförnu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er búist við mun hægari vindi og suðlægri átt víðast hvar á landinu. Ofankoma verður í flestum landhlutum þó íbúar á Norðvesturlandi gætu sloppið. Víða verður frostlaust við ströndina en annars frost, kaldast inn til landsins norðanlands þar sem frostið gæti farið undir tíu stig að næturlagi. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á laugardag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él sunnanlands, en þurrt að mestu norðantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en sums staðar frostlaust við ströndina. Á sunnudag:Suðaustlæg átt og él á stöku stað, en þurrt á N- og NV-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag:Vaxandi austlæg átt 8-15 síðdegis. Slydda eða snjókoma víðast hvar, en rigning eða slydda SA-lands. Hiti um og yfir frostmarki syðst, en annars vægt frost. Á þriðjudag:Ákveðin norðaustanátt með snjókomu um A-vert landið, þurrt að mestu SA-til, annars él. Vægt frost inn til landsins, einkum NA-lands, en annars 0 til 5 stiga hiti, mildast við S-ströndina. Á miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt og él á stöku stað. Heldur kólnandi í bili. Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með vætu sunnantil en snjókomu fyrir norðan. Hiti að 5 stigum syðra, en annars vægt frost.
Veður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira