Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:00 Sergio Ramos og Neymar vinna engar vinsældarkosningar. Þetta var líka mjög erfið vika fyrir þá báða. Samsett/Getty Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu