Þorvaldur ætlar að kæra hjólreiðamann eftir árekstur Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 21:21 Mynd af stíg í Reykjavík en atvikið átti sér stað úti á Seltjarnarnesi. Vísir/Getty Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið. Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið.
Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15