Erlent

Sparaði í tvö ár til að kaupa hjólastól fyrir vin sinn

Andri Eysteinsson skrifar
Facebook/CaddoHillsSchoolDistrict
Ungur maður í bænum Norman í Arkansas-ríki Bandaríkjanna, Tanner Wilson, kom félaga sínum Brandon Qualls, sem notast við hjólastól til þess að komast milli staða, heldur betur á óvart um daginn þegar hann færði honum rafmagnshjólastól að gjöf. Tanner hafði safnað fyrir stólnum í laumi í tvö ár.

Skóli drengjanna, Caddo Hills High School greindi frá góðverki Wilson á Facebook síðu sinni.

Tanner Wilson hafði unnið í hlutastarfi á bifreiðaverkstæði undan farin ár og notaði launin til að gleðja vin sinn Brandon sem hafði notast við handknúinn hjólastól og hafði jafnan kvartað yfir þreytu.

„Mig hefur dreymt um að eignast svona stól, draumurinn rættist“ sagði Brandon við bandaríska miðilinn CNN.

Tanner sagði í samtalið við sama miðil að Brandon hafi alltaf verið góður vinur og hann hafi viljað gera honum greiða. „Mér fannst eins og að ég þyrfti að gera þetta. Brandon hefur alltaf verið til staðar fyrir mig,“ sagði bifvélavirkinn í hlutastarfi, Tanner Wilson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×