Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 18:03 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur vonast til að Samtök atvinnulífsins setjist fljótt niður með forsvarsmönnum verkalýðisfélaga hjá Ríkissáttasemjara. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira