Ríflega 1.000 daga drottnun Real Madrid í Evrópu er lokið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2019 08:00 Gareth Bale er ekki vinsæll þessa dagana. vísir/getty Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti