Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 23:33 Ef grunur vaknar um mislingasmit er fólk hvatt til að leita ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús heldur hringja í númerið 1700. Vísir/VIlhelm Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18