Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:51 Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira