Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:36 Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. Vísir/vilhelm Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019 Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45