Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 21:00 Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig. Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig.
Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira