Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Sylvía Hall skrifar 4. mars 2019 22:22 Í kjölfar sigursins á laugardaginn sagðist hljómsveitin ætla nýta sigurinn til þess að setja mikilvæg mál á dagskrá. Mynd/Rúv Hljómsveitin Hatari fékk ekki að mæta í Kastljós í kvöld þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, mætti í þáttinn í kvöld og útskýrði fjarveru Hatara. Hann sagði þá ákvörðun hafa verið tekna að Hatari færi í ákveðið „fjölmiðlafrí“ til þess að einbeita sér að atriðinu og þeim tíma sem er framundan. Það sé þó ekki til þess að breyta háttsemi þeirra né atriðinu sjálfu en margir hafa spáð því að hljómsveitin gæti valdið töluverðum usla í Ísrael sem og keppninni sjálfri.Sjá einnig: Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv „Þetta er ákaflega mikill tími sem nú fer í hönd þegar búið er að velja atriðið þá þurfum við að ganga frá mjög mörgu til samstarfsfólks okkar í Ísrael,“ sagði Felix í þættinum. Þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir, þáttastjórnandi, benti á að Ari Ólafsson hefði mætt í þáttinn í fyrra sagði Felix það hafa verið ákveðið að Hatari tæki sér „pásu“ eftir sigurinn á laugardaginn enda hafi verið mikil pressa á þeim um helgina. „Við höfum engar áhyggjur af þessu.“ Líkt og áður sagði hafnaði Felix þeim vangaveltum að Hatari væri að fara að undirgangast einhverskonar ritskoðun. Nú tæki þó við vinna sem tæki heillangan tíma til þess að undirbúa hljómsveitina fyrir stóru keppnina.Þyrfti mikið til þess að Hatara yrði vísað úr keppni Aðspurður hvort raunveruleg hætta sé á því að Hatara verði vísað úr keppni sagði Felix það fara eftir því hvernig hljómsveitin myndi haga sér. Mikil áhersla sé lögð á að keppnin sé ópólitísk og það markmið hafi staðið óbreytt frá upphafi. „Auðvitað múlbindum við ekki listamenn, listamenn sem þjóðin velur hafa að sjálfsögðu sitt málfrelsi en þeir eru fulltrúar þjóðarinnar og þau þurfa að bera sig með þeim hætti að þau verði okkur öllum til sóma og ég hef í rauninni engar áhyggjur að það verði ekki.“ Til þess að verða vísað úr keppni þyrfti Hatari að brjóta þær reglur sem Eurovision hefur sett þátttakendum. Sem dæmi nefnir Felix að litlu mátti muna að Silvíu Nótt yrði vísað úr keppni árið 2006 eftir að hafa gert lítið úr keppninni og keppnishöldurum. „KAN, ríkissjónvarpsstöðin í Ísrael, eru okkar gestgjafar þessar vikur sem við erum þar og það þarf að koma fram við þá af virðingu og ef menn eru með rakinn dónaskap þá getur það gerst,“ sagði Felix en sagði það vera í höndum stjórnar Eurovision að taka slíka ákvörðun. Felix hefur sjálfið eytt tíma í Ísrael og hann segir búast við því að móttökurnar verði á alla vegu. Sumir munu taka vel í atriðið, aðrir ekki. Hann segir fólk skilja boðskap lagsins, hann sé mikilvægur og vonar að hann nái til heimsbyggðarinnar. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26 Undarlegt útspil Hatara rétt fyrir úrslit Söngvakeppninnar Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld. 2. mars 2019 11:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Hljómsveitin Hatari fékk ekki að mæta í Kastljós í kvöld þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, mætti í þáttinn í kvöld og útskýrði fjarveru Hatara. Hann sagði þá ákvörðun hafa verið tekna að Hatari færi í ákveðið „fjölmiðlafrí“ til þess að einbeita sér að atriðinu og þeim tíma sem er framundan. Það sé þó ekki til þess að breyta háttsemi þeirra né atriðinu sjálfu en margir hafa spáð því að hljómsveitin gæti valdið töluverðum usla í Ísrael sem og keppninni sjálfri.Sjá einnig: Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv „Þetta er ákaflega mikill tími sem nú fer í hönd þegar búið er að velja atriðið þá þurfum við að ganga frá mjög mörgu til samstarfsfólks okkar í Ísrael,“ sagði Felix í þættinum. Þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir, þáttastjórnandi, benti á að Ari Ólafsson hefði mætt í þáttinn í fyrra sagði Felix það hafa verið ákveðið að Hatari tæki sér „pásu“ eftir sigurinn á laugardaginn enda hafi verið mikil pressa á þeim um helgina. „Við höfum engar áhyggjur af þessu.“ Líkt og áður sagði hafnaði Felix þeim vangaveltum að Hatari væri að fara að undirgangast einhverskonar ritskoðun. Nú tæki þó við vinna sem tæki heillangan tíma til þess að undirbúa hljómsveitina fyrir stóru keppnina.Þyrfti mikið til þess að Hatara yrði vísað úr keppni Aðspurður hvort raunveruleg hætta sé á því að Hatara verði vísað úr keppni sagði Felix það fara eftir því hvernig hljómsveitin myndi haga sér. Mikil áhersla sé lögð á að keppnin sé ópólitísk og það markmið hafi staðið óbreytt frá upphafi. „Auðvitað múlbindum við ekki listamenn, listamenn sem þjóðin velur hafa að sjálfsögðu sitt málfrelsi en þeir eru fulltrúar þjóðarinnar og þau þurfa að bera sig með þeim hætti að þau verði okkur öllum til sóma og ég hef í rauninni engar áhyggjur að það verði ekki.“ Til þess að verða vísað úr keppni þyrfti Hatari að brjóta þær reglur sem Eurovision hefur sett þátttakendum. Sem dæmi nefnir Felix að litlu mátti muna að Silvíu Nótt yrði vísað úr keppni árið 2006 eftir að hafa gert lítið úr keppninni og keppnishöldurum. „KAN, ríkissjónvarpsstöðin í Ísrael, eru okkar gestgjafar þessar vikur sem við erum þar og það þarf að koma fram við þá af virðingu og ef menn eru með rakinn dónaskap þá getur það gerst,“ sagði Felix en sagði það vera í höndum stjórnar Eurovision að taka slíka ákvörðun. Felix hefur sjálfið eytt tíma í Ísrael og hann segir búast við því að móttökurnar verði á alla vegu. Sumir munu taka vel í atriðið, aðrir ekki. Hann segir fólk skilja boðskap lagsins, hann sé mikilvægur og vonar að hann nái til heimsbyggðarinnar.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26 Undarlegt útspil Hatara rétt fyrir úrslit Söngvakeppninnar Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld. 2. mars 2019 11:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26
Undarlegt útspil Hatara rétt fyrir úrslit Söngvakeppninnar Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld. 2. mars 2019 11:00