BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2019 12:49 Michael Jackson hefur áður verið sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Getty Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30
Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30