Leitað var áfram í gær að að Páli Mar Guðjónssyni í Ölfusá. Á vef lögreglunnar kom fram að leitin hefði engan árangur borið. Svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu mun funda með lögreglu um framhaldið eftir helgina.
Fyrir liggur að gera fjölgeislamælingu í farvegi árinnar neðan Ölfusárbrúar við fyrsta tækifæri til að reyna að staðsetja bíl Páls.
Óljóst er hver árangurinn af slíkri mælingu gæti orðið enda áin straumþung og loftbólur í henni. Hvort tveggja takmarkar mjög getu þeirra tækja sem nota þarf við aðgerðirnar.
Björgunarsveitum og viðbragðsaðilum öllum voru í gær færðar þakkir frá lögreglunni og aðstandendum Páls fyrir mikið og óeigingjarnt starf við leitina.
Leita bíls með fjölgeislamæli

Tengdar fréttir

Drónaleit í Ölfusá í dag
Björgunarsveitarmenn munu leita með drónum í Ölfusá í dag en leitað er af Páli Mar Guðjónssyni, sem talið er að hafa ekið í ánna fyrir neðan Hótel Selfoss mánudagskvöldið 25. febrúar.

Leit hætt í Ölfusá án árangurs
Leit í Ölfusá að manni sem talinn er hafa farið í ána 25. febrúar hefur verið hætt. Fundað verður um framhaldið.

Næsta stóra aðgerð í Ölfusá verður með fjölgeisla
Leit hefur staðið í allan dag af Páli Mar Guðjónssyni, sem talið er að hafa ekið í Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss á mánudagskvöld. Leit dagsins bar ekki árangur.