Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 19:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira