Vefsíðan tekur saman stuðlana hjá þrettán af helstu vefbönkum heimsins og þar má sjá að fimm prósent líkur eru á því að Hatrið mun sigra, sem valið far framlag Íslands í keppnina í kvöld, muni standa uppi sem sigurvegari í Ísrael í maí. Strax eftir sigur Hatara í kvöld voru líkurnar metnar fjögur prósent og Íslandi spáð 5. til 7. sæti.
Líkurnar á að Ísland endi ofarlega hafa farið batnandi eftir því sem liðið hefur á daginn í dag en í gær var Íslandi spáð 10. sæti í samantekt Eurovision World. Fyrir um viku síðan var Íslandi hins vegar spáð 15. sæti og því allt á uppleið. Ísland hefur því farið upp um sex sæti á aðeins sólahring.
Athygli vekur að sex af veðbönkunum þrettán spá Íslandi fjórða sæti og einn þriðja sæti.

Rússum, með Sergey Lazarev, í fararbroddi er spáð sigri en sautján prósent líkur eru taldar á rússneskum sigri. Því næst koma Svíar, Ítalir og Kýpverjar en af þeim hafa aðeins Ítalir valið þátttakanda.
Ef marka má spár veðbankanna er góðar líkur á að Hatari muni verða fyrsta íslenska framlagið til þess að komast upp úr undanriðlunum frá því að Pollapönk gerði það árið 2014.
Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.