
Að stela mat úr munni
„En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur.
Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna.
Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“
Hóflegar milljónir
Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn:
l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði.
Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón:
l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans.
l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn.
l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun.
Ekki heilagur réttur
Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag.
Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa.
Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir.
Skoðun

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar