Amman í Jökulsárlóni lýsir hrakförunum: "Þá byrjaði hásætið að velta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2019 20:59 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar Judith Streng með sér út á Atlantshafið. Myndir/Catherine Streng Judith Streng, bandarískur ferðamaður sem var stödd hér á landi í vikunni, lýsir því þegar hún komst í hann krappann við Jökulsárlón á þriðjudag í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC í dag. Hrakfarir Judith vöktu heimsathygli í vikunni en ísjaki, sem hún settist á, flaut á haf út. Barnabarn Judith, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni á miðvikudag, við góðar undirtektir. Judith kom hingað til lands ásamt syni sínum, Rod Streng, síðastliðinn laugardag en mæðginin komu við í Jökulsárlóni á þriðjudag, með fyrrgreindum afleiðingum.Flaut út á haf í „hásætinu“ „Þetta [ísjakinn] var í laginu eins og kjörinn staður til að sitja á. Þú sérð það með því að skoða lagið á honum og ég hugsaði, jæja, þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt,“ segir Judith í samtali við ABC-fréttastofuna.Judith ræddi við sjónvarpsmenn ABC í gegnum Skype.SKjáskot/ABCHún lýsir því svo þegar hiti tók að færast í leikinn – og kallar ísjakann jafnframt „hásæti“. „Þegar ég fór upp á hann byrjaði hann að riða og það var alda á leiðinni. Gríðarstór alda kom aðvífandi og þá byrjaði hásætið að velta og ég fann að ég var að renna af því.“ Judith kveðst hafa haldið að jakinn væri öruggur og skorðaður á sínum stað. Máli sínu til stuðnings nefndi hún að nokkrar stúlkur hafi tyllt sér í „hásætið“ á undan henni, án vandkvæða. „En ég er ekki mjög þung. Þannig að það hefur líklega verið auðveldara að fljóta af stað með mig.“Tækifæri til að verða loksins drottning Þá er Judith upplitsdjörf þrátt fyrir hrakfarirnar í lóninu. „Þú veist, ég óskaði þess alltaf að verða drottning. Ég meina, láttu ekki svona, þetta var tækifærið.“ Catherine, sonardóttir Judith, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að Flórídamaður að nafni Randy LaCount hafi komið ömmu sinni til bjargar. Henni varð því ekki meint af hinu stutta ferðalagi út á rúmsjó. Þá hafa fleiri erlendir miðlar fjallað um mál Judith, þar á meðal bandaríska Fox-sjónvarpsstöðin sem birti frétt í dag byggða á viðtali ABC. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Judith Streng, bandarískur ferðamaður sem var stödd hér á landi í vikunni, lýsir því þegar hún komst í hann krappann við Jökulsárlón á þriðjudag í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC í dag. Hrakfarir Judith vöktu heimsathygli í vikunni en ísjaki, sem hún settist á, flaut á haf út. Barnabarn Judith, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni á miðvikudag, við góðar undirtektir. Judith kom hingað til lands ásamt syni sínum, Rod Streng, síðastliðinn laugardag en mæðginin komu við í Jökulsárlóni á þriðjudag, með fyrrgreindum afleiðingum.Flaut út á haf í „hásætinu“ „Þetta [ísjakinn] var í laginu eins og kjörinn staður til að sitja á. Þú sérð það með því að skoða lagið á honum og ég hugsaði, jæja, þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt,“ segir Judith í samtali við ABC-fréttastofuna.Judith ræddi við sjónvarpsmenn ABC í gegnum Skype.SKjáskot/ABCHún lýsir því svo þegar hiti tók að færast í leikinn – og kallar ísjakann jafnframt „hásæti“. „Þegar ég fór upp á hann byrjaði hann að riða og það var alda á leiðinni. Gríðarstór alda kom aðvífandi og þá byrjaði hásætið að velta og ég fann að ég var að renna af því.“ Judith kveðst hafa haldið að jakinn væri öruggur og skorðaður á sínum stað. Máli sínu til stuðnings nefndi hún að nokkrar stúlkur hafi tyllt sér í „hásætið“ á undan henni, án vandkvæða. „En ég er ekki mjög þung. Þannig að það hefur líklega verið auðveldara að fljóta af stað með mig.“Tækifæri til að verða loksins drottning Þá er Judith upplitsdjörf þrátt fyrir hrakfarirnar í lóninu. „Þú veist, ég óskaði þess alltaf að verða drottning. Ég meina, láttu ekki svona, þetta var tækifærið.“ Catherine, sonardóttir Judith, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að Flórídamaður að nafni Randy LaCount hafi komið ömmu sinni til bjargar. Henni varð því ekki meint af hinu stutta ferðalagi út á rúmsjó. Þá hafa fleiri erlendir miðlar fjallað um mál Judith, þar á meðal bandaríska Fox-sjónvarpsstöðin sem birti frétt í dag byggða á viðtali ABC.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16