Sólveig segir atkvæðagreiðslu um verkfall gilda Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:15 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á leið upp til sáttasemjara í morgun með verkfallsboðunina. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins efast um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sem lauk í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslu um boðun eins dags verkfalls félagsmanna Eflingar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands hinn 8. mars næst komandi, lauk klukkan tíu í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent, sextíu og sjö vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði. Samtök atvinnulífsins leggja fram kæru í félagsdómi í dag vegna þess að þau telja þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki nægjanlega mikla samkvæmt lögum, sem kveði á um að tuttugu prósent þátttöku þurfi til að hún sé gild. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar afhenti ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins verkfallsboðunina í morgun. Hún segist sannfærð um lögmæti atkvæðagreiðslunnar. „Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði,” segir Sólveig Anna. Sem aðallega séu aðfluttar láglaunakonur. Stemmingin fyrir aðgerðum hafi verið augljós þegar starfsmenn Eflingar fóru á vinnustaði til að gefa félagsmönnum kost á að greiða atkvæði. Mér sýnist þátttakan vera um ellefu prósent en þarf ekki tuttugu prósent þátttöku? „Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” segir Sólveig. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vonar að niðurstaða félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar liggi fyrir um miðja næstu viku. „Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess,” segir Halldór Benjamín. „Verkföll valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu. Ekki bara fyrir fyrirtæki landsins heldur líka varðandi getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Klippa: Verkfallsboðun Eflingar til ríkissáttasemjara og SA Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins efast um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sem lauk í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslu um boðun eins dags verkfalls félagsmanna Eflingar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands hinn 8. mars næst komandi, lauk klukkan tíu í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent, sextíu og sjö vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði. Samtök atvinnulífsins leggja fram kæru í félagsdómi í dag vegna þess að þau telja þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki nægjanlega mikla samkvæmt lögum, sem kveði á um að tuttugu prósent þátttöku þurfi til að hún sé gild. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar afhenti ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins verkfallsboðunina í morgun. Hún segist sannfærð um lögmæti atkvæðagreiðslunnar. „Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði,” segir Sólveig Anna. Sem aðallega séu aðfluttar láglaunakonur. Stemmingin fyrir aðgerðum hafi verið augljós þegar starfsmenn Eflingar fóru á vinnustaði til að gefa félagsmönnum kost á að greiða atkvæði. Mér sýnist þátttakan vera um ellefu prósent en þarf ekki tuttugu prósent þátttöku? „Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” segir Sólveig. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vonar að niðurstaða félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar liggi fyrir um miðja næstu viku. „Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess,” segir Halldór Benjamín. „Verkföll valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu. Ekki bara fyrir fyrirtæki landsins heldur líka varðandi getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Klippa: Verkfallsboðun Eflingar til ríkissáttasemjara og SA
Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54