Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga Sighvatur Jónsson skrifar 19. mars 2019 18:45 Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira