Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn Bergur Garðarsson skrifar 19. mars 2019 19:15 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. Á stuttum tíma hefur Reykjavíkurborg þurft að ráðast í útttektir eða umbætur vegna raka og myglu í fjórum grunnskólum borgarinnar. Raki eða grunur um raka í fjórum skólum Í gær var gerð úttekt á Seljaskóla, umbætur eru í gangi í Breiðholtsskóla og beðið er niðurstöðu úr mælingum úr Ártúnsskóla. Þá lokaði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði vegna raka og lélegra loftgæða en þar þarf að ráðast í umfangsmiklar úrbætur en ráðgert er að skólastarf hefjist þar að nýju í haust. Gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með hollustuháttum í Reykjavík og fer í vettvangsferðir einu sinni á ári í skóla borgarinnar. Margir þættir eru kannaðir. Þeirra á meðal eru loftgæði, raki, raka-og lekaskemmdir og spurt er um þekkt raka-og lekavandamál. Byggingarefnum er hins vegar ekki raskað. Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn í nóvember sem þýðir að kröfur hafi verið uppfylltar en einhverjar ábendingar hafi verið gerðar. Engar þeirra voru sérstaklega vegna raka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk engar kvartanir um húsnæði Fossvogsskóla við reglubundið eftirlit í nóvember að sögn Rósu Magnúsdóttur deildarstjóra Umhverfiseftirlits eftirlitsins. Engar kvartanir bárust Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri Umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að við eftirlitið hafi öllum verklagsreglum verið fylgt. „Húsnæðið var skoðað samkvæmt okkar verklagsreglum og gengið um það með ábyrgðaraðila innan skólans og spurt eins og venjulega hvort það væru einhverjar sérstakar ábendingar um eitthvað sem ekki væri í lagi. Svo var ekki,“ segir Rósa. Rósa tekur fram að raki og rakaskemmdir sem síðar hafi fundist hafi til dæmis verið í kennaraaðstöðu sem Heilbrigðiseftirlitið kanni ekki heldur Vinnueftirlitið sem hafi umsjón með rými kennara í grunnskólum borarinnar. Þá hafi engar kvartanir komið fram við eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins í nóvember. „Okkur var ekki sýnt neitt sérstaklega að það væru vandamál. Alls ekki. Við fengum heldur ekki ábendingar frá foreldrum eða öðrum en við að sjálfsögðu tökum á móti kvörtunum eða einhverjar eru frá almenningi eða öllum,“ segir Rósa. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. Á stuttum tíma hefur Reykjavíkurborg þurft að ráðast í útttektir eða umbætur vegna raka og myglu í fjórum grunnskólum borgarinnar. Raki eða grunur um raka í fjórum skólum Í gær var gerð úttekt á Seljaskóla, umbætur eru í gangi í Breiðholtsskóla og beðið er niðurstöðu úr mælingum úr Ártúnsskóla. Þá lokaði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði vegna raka og lélegra loftgæða en þar þarf að ráðast í umfangsmiklar úrbætur en ráðgert er að skólastarf hefjist þar að nýju í haust. Gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með hollustuháttum í Reykjavík og fer í vettvangsferðir einu sinni á ári í skóla borgarinnar. Margir þættir eru kannaðir. Þeirra á meðal eru loftgæði, raki, raka-og lekaskemmdir og spurt er um þekkt raka-og lekavandamál. Byggingarefnum er hins vegar ekki raskað. Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn í nóvember sem þýðir að kröfur hafi verið uppfylltar en einhverjar ábendingar hafi verið gerðar. Engar þeirra voru sérstaklega vegna raka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk engar kvartanir um húsnæði Fossvogsskóla við reglubundið eftirlit í nóvember að sögn Rósu Magnúsdóttur deildarstjóra Umhverfiseftirlits eftirlitsins. Engar kvartanir bárust Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri Umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að við eftirlitið hafi öllum verklagsreglum verið fylgt. „Húsnæðið var skoðað samkvæmt okkar verklagsreglum og gengið um það með ábyrgðaraðila innan skólans og spurt eins og venjulega hvort það væru einhverjar sérstakar ábendingar um eitthvað sem ekki væri í lagi. Svo var ekki,“ segir Rósa. Rósa tekur fram að raki og rakaskemmdir sem síðar hafi fundist hafi til dæmis verið í kennaraaðstöðu sem Heilbrigðiseftirlitið kanni ekki heldur Vinnueftirlitið sem hafi umsjón með rými kennara í grunnskólum borarinnar. Þá hafi engar kvartanir komið fram við eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins í nóvember. „Okkur var ekki sýnt neitt sérstaklega að það væru vandamál. Alls ekki. Við fengum heldur ekki ábendingar frá foreldrum eða öðrum en við að sjálfsögðu tökum á móti kvörtunum eða einhverjar eru frá almenningi eða öllum,“ segir Rósa.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira