Íbúum verður gert að yfirgefa hús sín þegar skorsteinninn verður felldur Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:55 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. FBL/GVA Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Akranes Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina.
Akranes Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira