Er þeirra tími kominn? Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun