Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 23:04 Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Vísir/vilhelm „Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55