Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 09:00 Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti