Auk björgunarsveitarfólks er lögregla , sjúkrabíll og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við Esjurætur og fara viðbragðsaðilar upp fjallshlíðarnar á hjólum og bílum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

„Það var tilkynnt um að það hefði fallið grjótskriða og einhverjir þrír lent fyrir grjóti og einn aðilinn væri ekki gönguhæfur og hefði eitthvað hruflast og væri laskaður á fæti. Í framhaldinu höfðu þau samband aftur og eru að labba niður mjög hægt og rólega með þennan laskaða göngumann. Við erum búin að vera í samskiptum við þau. Þau eru bara hægt og rólega á leiðinni niður og við erum búin að senda upp tvö fjórhjól og göngumenn. Svo eru tveir sjúkraflutningamenn líka,“ sagði Jónas í samtali við fréttamann á staðnum.
Jónas sagði aðstæður ekki slæmar þrátt fyrir rigningu og þoku. „Bara íslenskt kvöldveður“
