Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. mars 2019 19:15 Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira