Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2019 19:15 Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja. Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja.
Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira