Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2019 13:45 Boeing 737 MAX 8 vél í flota Icelandair. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira
Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00