Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 23:29 Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins. Mynd/Icelandair. Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira