Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2019 12:55 Björn hefur mál sitt á að ræða um sýklaofnæmi, vendir þá kvæði sínu í kross og fer að tala um mótmælendurna á Austurvelli. En, þar mætti gæta hreinlætissjónarmiða að mati fyrrum dómsmálaráðherra. visir/vilhelm/fbl/Brink Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra með meiru, telur einsýnt að tjaldinu sem komið hefur verið upp af mótmælendum á Austurvelli fylgi óþrifnaður. Þá telur hann víst að það grafi undan virðingu fyrir alþingi og borgaryfirvöldum. Þetta kemur fram í nýlegum pistli sem Björn birtir á vefsíðu sinni: „Hér fylgja tvær myndir eftir Rúnar Gunnarsson sem birtust á vefsíðunni Viljanumsunnudaginn 17. mars. Þær vekja spurningar um hvort gætt hafi verið allra nauðsynlegra hreinlætis- og öryggiskrafna með aðkomu réttra stjórnvalda þegar borgarstjóri leyfði að Austurvelli yrði breytt í tjaldstæði og styttunni af Jóni Sigurðssyni breytt í snaga fyrir mótmælaspjöld.“Útbreiðsla sýklaofnæmis helsta ógnin Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað Björn á við þegar hann talar um „rétt yfirvöld“ nema það ráðist af samhenginu, sem óneitanlega vekur athygli út af fyrir sig, því fyrr í pistli sínum vísar hann til viðtals Sigurðar Boga Sævarssonar á Morgunblaðinu sem ræddi við Katrínu Andrésdóttur sem var í áraraðir héraðsdýralæknir á Suðurlandi um smitvarnir og innflutning á matvælum. Björn vitnar í orð Katrínar sem segir meðal annars. „Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er ein helsta heilbrigðisógnin sem steðjar að mönnum og dýrum í dag. Innflutningur á ófrystu kjöti er samt ekki endilega sú mikla vá sem haldið er fram, flutt er inn töluvert magn af frosnu kjöti sem gæti innihaldið sömu sóttkveikjur og ófryst kjöt. Og flestar sóttkveikjur, að undanskildum Camphylobacter, geymast ágætlega í frosti. Mikilvægasta vörnin er því rétt meðhöndlun matvæla, að gegnhita kjöt og þvo ávexti og grænmeti.“ Þannig verður ekki annað af ráðið en Björn telji að heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að hafa aðkomu að mótmælunum sem eru vegna aðbúnaðar innflytjenda. Lágt risið á mótmælendum Þá vendir Björn sínu kvæði í kross og beinir sjónum sínum að mótmælendum á Austurvelli: „Ákvörðun borgarstjóra og að forsætisnefnd alþingis láti sér þetta lynda ýtir enn undir hnignandi virðingu borgarstjórnar og þingsins. Áður fyrr þótti máli skipta að almenningur kæmi saman á Austurvelli til að láta í ljós vilja sinn til fagnaðar eða andmæla. Nú hefur allt yfirbragð þarna breyst á þann veg að engin leið er að átta sig á hvort eitthvað skipti máli sem tengist aðgerðum á Austurvelli eða ekki, risið hefur lækkað jafn og þétt. Myndirnar segja meira en mörg orð,“ segir Björn og birtir með myndir Rúnars af tjaldinu og svo af mótmælaspjaldi sem er á styttunni af Jóni. Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Hælisleitendur Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra með meiru, telur einsýnt að tjaldinu sem komið hefur verið upp af mótmælendum á Austurvelli fylgi óþrifnaður. Þá telur hann víst að það grafi undan virðingu fyrir alþingi og borgaryfirvöldum. Þetta kemur fram í nýlegum pistli sem Björn birtir á vefsíðu sinni: „Hér fylgja tvær myndir eftir Rúnar Gunnarsson sem birtust á vefsíðunni Viljanumsunnudaginn 17. mars. Þær vekja spurningar um hvort gætt hafi verið allra nauðsynlegra hreinlætis- og öryggiskrafna með aðkomu réttra stjórnvalda þegar borgarstjóri leyfði að Austurvelli yrði breytt í tjaldstæði og styttunni af Jóni Sigurðssyni breytt í snaga fyrir mótmælaspjöld.“Útbreiðsla sýklaofnæmis helsta ógnin Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað Björn á við þegar hann talar um „rétt yfirvöld“ nema það ráðist af samhenginu, sem óneitanlega vekur athygli út af fyrir sig, því fyrr í pistli sínum vísar hann til viðtals Sigurðar Boga Sævarssonar á Morgunblaðinu sem ræddi við Katrínu Andrésdóttur sem var í áraraðir héraðsdýralæknir á Suðurlandi um smitvarnir og innflutning á matvælum. Björn vitnar í orð Katrínar sem segir meðal annars. „Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er ein helsta heilbrigðisógnin sem steðjar að mönnum og dýrum í dag. Innflutningur á ófrystu kjöti er samt ekki endilega sú mikla vá sem haldið er fram, flutt er inn töluvert magn af frosnu kjöti sem gæti innihaldið sömu sóttkveikjur og ófryst kjöt. Og flestar sóttkveikjur, að undanskildum Camphylobacter, geymast ágætlega í frosti. Mikilvægasta vörnin er því rétt meðhöndlun matvæla, að gegnhita kjöt og þvo ávexti og grænmeti.“ Þannig verður ekki annað af ráðið en Björn telji að heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að hafa aðkomu að mótmælunum sem eru vegna aðbúnaðar innflytjenda. Lágt risið á mótmælendum Þá vendir Björn sínu kvæði í kross og beinir sjónum sínum að mótmælendum á Austurvelli: „Ákvörðun borgarstjóra og að forsætisnefnd alþingis láti sér þetta lynda ýtir enn undir hnignandi virðingu borgarstjórnar og þingsins. Áður fyrr þótti máli skipta að almenningur kæmi saman á Austurvelli til að láta í ljós vilja sinn til fagnaðar eða andmæla. Nú hefur allt yfirbragð þarna breyst á þann veg að engin leið er að átta sig á hvort eitthvað skipti máli sem tengist aðgerðum á Austurvelli eða ekki, risið hefur lækkað jafn og þétt. Myndirnar segja meira en mörg orð,“ segir Björn og birtir með myndir Rúnars af tjaldinu og svo af mótmælaspjaldi sem er á styttunni af Jóni. Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019
Hælisleitendur Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37