Ísraelar sakaðir um að svipta Palestínumenn drykkjarvatni Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 12:35 Palestínskur drengur fær sér vatn. Vísir/EPA Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna. Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna.
Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira