Ræða róttækar breytingar á Meistaradeildinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Cristiano Ronaldo með Meistaradeildarbikarinn sem hann hefur unnið fimm sinnum eftir að keppnin tók upp núverandi fyrirkomulag. Vísir/Getty Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira