Innlent

Ungmenni réðust á ölvaðan mann í verslunarmiðstöð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um ungmenni sem hefðu ráðist á ölvaðan mann í verslunarmiðstöð í hverfi 109.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um ungmenni sem hefðu ráðist á ölvaðan mann í verslunarmiðstöð í hverfi 109. vísir/vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um ungmenni sem hefðu ráðist á ölvaðan mann í verslunarmiðstöð í hverfi 109.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ungmennin flúðu vettvang með strætó.

Árásarþoli var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en hann vildi síðan ekki þiggja aðstoð þegar þangað var komið.

Laust fyrir miðnætti var lögreglu tilkynnt um hávaða frá íbúð í hverfi 109. Maður sem var í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um líkamsárás en hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Laust fyrir klukkan fimm í nótt hugðust lögreglumenn stöðva bifreið í hverfi 101 en ökumaðurinn sinnti ekki merkjum lögreglu um að stöðva og reyndi að komast undan. Tvær ungar konur sem höfðu verið í bifreiðinni voru handteknar og vistaðar fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þær eru grunaðar um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, vörslu fíkniefna og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Lögreglan hafði í nógu að snúast en talsvert var um mál er varðar akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×