Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. mars 2019 07:15 Jordi Cuixart, sakborningur og aðgerðasinni. Mynd/Omnium Cultural Sjálfstæðisbarátta Íslands og saga þess síðan þá felur í sér nauðsynlegan lærdóm fyrir Katalóna. Þetta segir Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, í viðtali við Fréttablaðið. Hann er staddur á Íslandi um helgina og hefur til að mynda sótt fund með utanríkismálanefnd Alþingis. „Hún hafði mikinn áhuga á stöðunni í Katalóníu og á Spáni. Ég útskýrði sýn mína á málið og bað þau auðvitað um aðstoð. Ekki við að koma á sjálfstæðri Katalóníu, það er okkar verkefni, heldur við að tryggja friðsamlegt umhverfi og koma á viðræðum við spænsku ríkisstjórnina. Hún vill ekki koma að borðinu heldur vill frekar koma leiðtogum okkar frá og bæla okkur niður,“ segir Bosch. Tólf leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar eru ákærðir fyrir til að mynda uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi vegna atburðanna sem áttu sér stað í héraðinu haustið 2017. Þá boðuðu Katalónar til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, hún fór fram og loks var sjálfstæði lýst yfir. Málið kom fyrir hæstarétt í febrúar en því er hvergi nærri lokið.Dáist að Íslendingum Bosch segist ekki kominn til Íslands sérstaklega til þess að tala um réttarhöldin og sjálfstæðisbaráttuna. „Ég er kominn hingað því það er nauðsynlegt að læra af íslensku fordæmi. Við dáumst að ykkur og teljum að þið séuð ákaflega sjálfstæð, sem er gott. Þið elskið tungumálið ykkar og einkenni. Þið fenguð fullveldi fyrir um hundrað árum og hafið haldið því alla tíð síðan. Það er aðdáunarvert,“ segir hann og bætir við: „Við viljum fylgja í fótspor ykkar. Og við höfum líka komist að því að þið látið fólk um allan heim ykkur varða sem og mannréttindi og óréttlæti.“ Hann segir Íslendinga bera virðingu fyrir þeim sem eru þeim ólíkir, séu færir í að eignast vini og koma á friði. Það sé nauðsynlegur lærdómur því Katalónar þurfi að „sannfæra suma um að það sé slæm hugmynd að stofna til átaka, fangelsa fólk og halda pólitísk réttarhöld“. „Það á að leysa málin á hinn íslenska hátt. Með viðræðum, atkvæðagreiðslum og friði,“ segir Bosch. Pólitísk réttarhöld Bosch segir mikilvægt fyrir Íslendinga að vita að réttarhöldin í Madríd séu pólitísk. Hann segist vilja að réttarhöldunum verði hætt, sakborningar verði leystir úr haldi. „Þau eru leiðtogar okkar og eru það fólk sem er best til þess fallið að ná friðsamlegu samkomulagi.“ Þá vill Bosch að mannréttindi séu virt. „Tjáningarfrelsið, réttur til yfirráða yfir eigin líkama, til sanngjarnra réttarhalda og til pólitískrar þátttöku.“ Katalónía er að sögn Bosch rólyndishérað og Katalónar afslappað en þó harðduglegt fólk. „En við eigum í vandræðum með spænska ríkið. Með einmitt þau vandræði gætuð þið hjálpað okkur af því að þið hafið reynsluna og þekkinguna til þess.“ Sakleysi Kveðið er á um óuppleysanlega einingu Spánar í spænsku stjórnarskránni. Stjórnlagadómstóll úrskurðaði sömuleiðis atkvæðagreiðsluna haustið 2017 ólöglega áður en hún átti sér stað. Það þýðir hins vegar ekki, segir Bosch, að fangelsa ætti héraðsstjórnina sem stóð að atkvæðagreiðslunni. „Stjórnlagadómstóllinn getur eingöngu úrskurðað um stjórnarskrártengd mál, ekki sakamál. Hann getur ekki dæmt fólk í fangelsi. Hann sagði atkvæðagreiðsluna stangast á við stjórnarskrá en það gerir margt annað án nokkurra afleiðinga. Til að mynda við réttinn til að hafa þak yfir höfuðið eða til jafnréttis. Ef atkvæðagreiðslan stangast á við stjórnarskrá var það vegna pólitískrar deilu þeirra sem vildu halda hana og þeirra sem vildu ekki að hún færi fram. Slíkt á að leysa á pólitískum vettvangi.“ Bosch segir enn fremur að það sé „skrítið, óvenjulegt og óásættanlegt“ að ákærðu sitji nú í sakamáladómstól og séu sökuð um glæpi sem „áttu sér einfaldlega aldrei stað“. „Þau eru sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður, glæpi sem þurfa að fela í sér ofbeldi. En það átti ekkert ofbeldi sér stað. Hvar var ofbeldið? Þjóðin var afar friðsamleg og héraðsstjórnin sömuleiðis. Það ættu aðrir að sitja fyrir dómi, ekki friðelskandi fyrrverandi héraðsstjórnin,“ segir Bosch og talar um að eina ofbeldið umrætt haust hafi verið af hálfu spænsku lögreglunnar þegar hún barði á kjósendum og reyndi að stöðva kosningarnar. Ráðherrann minnist á að nokkrir ráðherrar hafi valið að fara í útlegð og séu nú frjálsir í Belgíu og víðar. „Þau hafa farið fyrir dómara. Enginn þeirra dómara hefur litið svo á að draga skuli þau fyrir sakamáladómstól.“ Öfgaöfl Einn þeirra þriggja aðila sem sækja málið er öfgaíhaldsflokkurinn Vox. Bosch segir um að ræða flokk sem er andvígur sjálfsákvörðunarréttinum, kvenréttindum, réttindum dýra og innflytjendum. „Þetta er óumburðarlyndur flokkur. Hann er nú í kosningabaráttu og heyr hana í dómssal. Það er mikið áhyggjuefni af því að það þýðir að spænsk öfgaöfl, annað en gerist nú annars staðar í Evrópu, starfa innan kerfisins með leyfi yfirvalda,“ segir Bosch og bætir við: „Þetta snýst ekki bara um katalónskt sjálfstæði heldur líka um öfgaíhaldshreyfinguna í Evrópu.“ Engin bjartsýni Bosch segist ekki bjartsýnn á að dómstólar sýkni sakborningana. „Ég hef litla trú á því að hann sýni almenna skynsemi, sem stundum er ekki almenn, þá sérstaklega í þessu tilviki. Ég hef hins vegar trú á framtíð okkar og mannkynsins alls. Í Vestur-Evrópu 21. aldarinnar geta atburðir eins og þeir sem eiga sér stað heima ekki staðið yfir lengi. Þessu mun ljúka, ég er viss um það. Ég tel að við fáum brátt tækifæri til þess að ákvarða eigin framtíð.“ Hann segir að dómarnir gætu orðið þungir. „Krafist er allt að 25 ára yfir mörgum sakborningum, sem er þyngra en refsingin við morði. Ef dómarnir eru þungir mun það ekki hjálpa til við að leysa úr deilunni. Hún verður líklega verri.“ Þá segist hann viss um að frelsið, almenn skynsemi og grundvallarmannréttindi muni hafa betur. „Þess vegna er ég í þessu starfi.“ Bosch kveðst jafnframt vongóður um að hann muni sjá stofnun katalónsks lýðveldis á sinni ævi. Katalónar hafi þó ákveðin grundvallargildi í sjálfstæðisbaráttunni sem þeir muni aldrei víkja frá. „Við viljum að ferlið sé lýðræðislegt, siðmenntað og friðsamlegt. Við munum ekki beita ofbeldi, sama hvað um okkur er sagt og sama hvað verður um samstarfsmenn okkar sem nú sæta illri meðferð.“ Hann segir að sjálfstæði sé markmiðið því þannig sé hægt að auka velsæld og lífsgæði Katalóna. „Það er hægt að líta til íslensks fordæmis. Lífsgæði hafa aukist mikið frá því Ísland fékk sjálfstæði. Við skiljum ekki hvers vegna við ættum ekki að mega fara sömu leið.“ Ekkert upplýsingastríð Bosch hefur nú ferðast til nokkurra evrópskra höfuðborga. Hann segist ekki eingöngu hafa talað um stjórnmál á ferðum sínum en hafa vissulega verið hreinskilinn þegar hann er spurður út í stöðuna, líkt og í þessu viðtali. Katalónar eigi þó ekki í neinum upplýsingahernaði. „En við höfum tekið eftir því að Spánverjar þróa nú upplýsingaherferð sem kallast „Þetta er Spánn í raun“ þar sem því er haldið fram að Spánn sé lýðræðisríki sem hafi sjálfstæða dómstóla og beri virðingu fyrir mannréttindum. Þegar maður á borð við Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fer fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og fullyrðir þetta fyrir framan dómara, sem gætu litið Spán jákvæðum augum, gætu þeir velt því fyrir sér hvað knýi hann til þess að tala á þennan hátt. Telur hann Spán viðkvæman að þessu leyti? Heldur hann að Evrópa efist um þessa stöðu?“ spyr Bosch. „Ég held að þetta sé ekki sniðug nálgun. Hún sýnir óöryggi og mikinn veikleika spænska stjórnkerfisins þegar það þarf að tala á þennan hátt.“ Vonbrigði Katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu greiddu atkvæði með því að Pedro Sanchez, úr Sósíalistaflokki, yrði nýr forsætisráðherra. „Af því vonuðumst við eftir öðru og betra viðmóti og bjuggumst við því að hægt væri að eiga í viðræðum og finna lýðræðislega lausn á deilunni,“ segir Bosch. Það hefur hins vegar ekki gerst. „Það sem gerðist var afar svipað því sem við upplifðum undir stjórn Lýðflokksins. Málaferlin héldu áfram og þótt viðræður hafi farið af stað var þeim slitið innan fáeinna daga þegar spænska ríkisstjórnin stóð upp frá borðinu. Við höfum í mörg ár setið ein við þetta viðræðuborð og viljum finna lýðræðislega lausn.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Búa sig undir að hljóta þunga dóma: „Gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu“ Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. 4. mars 2019 15:31 Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sjálfstæðisbarátta Íslands og saga þess síðan þá felur í sér nauðsynlegan lærdóm fyrir Katalóna. Þetta segir Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, í viðtali við Fréttablaðið. Hann er staddur á Íslandi um helgina og hefur til að mynda sótt fund með utanríkismálanefnd Alþingis. „Hún hafði mikinn áhuga á stöðunni í Katalóníu og á Spáni. Ég útskýrði sýn mína á málið og bað þau auðvitað um aðstoð. Ekki við að koma á sjálfstæðri Katalóníu, það er okkar verkefni, heldur við að tryggja friðsamlegt umhverfi og koma á viðræðum við spænsku ríkisstjórnina. Hún vill ekki koma að borðinu heldur vill frekar koma leiðtogum okkar frá og bæla okkur niður,“ segir Bosch. Tólf leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar eru ákærðir fyrir til að mynda uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi vegna atburðanna sem áttu sér stað í héraðinu haustið 2017. Þá boðuðu Katalónar til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, hún fór fram og loks var sjálfstæði lýst yfir. Málið kom fyrir hæstarétt í febrúar en því er hvergi nærri lokið.Dáist að Íslendingum Bosch segist ekki kominn til Íslands sérstaklega til þess að tala um réttarhöldin og sjálfstæðisbaráttuna. „Ég er kominn hingað því það er nauðsynlegt að læra af íslensku fordæmi. Við dáumst að ykkur og teljum að þið séuð ákaflega sjálfstæð, sem er gott. Þið elskið tungumálið ykkar og einkenni. Þið fenguð fullveldi fyrir um hundrað árum og hafið haldið því alla tíð síðan. Það er aðdáunarvert,“ segir hann og bætir við: „Við viljum fylgja í fótspor ykkar. Og við höfum líka komist að því að þið látið fólk um allan heim ykkur varða sem og mannréttindi og óréttlæti.“ Hann segir Íslendinga bera virðingu fyrir þeim sem eru þeim ólíkir, séu færir í að eignast vini og koma á friði. Það sé nauðsynlegur lærdómur því Katalónar þurfi að „sannfæra suma um að það sé slæm hugmynd að stofna til átaka, fangelsa fólk og halda pólitísk réttarhöld“. „Það á að leysa málin á hinn íslenska hátt. Með viðræðum, atkvæðagreiðslum og friði,“ segir Bosch. Pólitísk réttarhöld Bosch segir mikilvægt fyrir Íslendinga að vita að réttarhöldin í Madríd séu pólitísk. Hann segist vilja að réttarhöldunum verði hætt, sakborningar verði leystir úr haldi. „Þau eru leiðtogar okkar og eru það fólk sem er best til þess fallið að ná friðsamlegu samkomulagi.“ Þá vill Bosch að mannréttindi séu virt. „Tjáningarfrelsið, réttur til yfirráða yfir eigin líkama, til sanngjarnra réttarhalda og til pólitískrar þátttöku.“ Katalónía er að sögn Bosch rólyndishérað og Katalónar afslappað en þó harðduglegt fólk. „En við eigum í vandræðum með spænska ríkið. Með einmitt þau vandræði gætuð þið hjálpað okkur af því að þið hafið reynsluna og þekkinguna til þess.“ Sakleysi Kveðið er á um óuppleysanlega einingu Spánar í spænsku stjórnarskránni. Stjórnlagadómstóll úrskurðaði sömuleiðis atkvæðagreiðsluna haustið 2017 ólöglega áður en hún átti sér stað. Það þýðir hins vegar ekki, segir Bosch, að fangelsa ætti héraðsstjórnina sem stóð að atkvæðagreiðslunni. „Stjórnlagadómstóllinn getur eingöngu úrskurðað um stjórnarskrártengd mál, ekki sakamál. Hann getur ekki dæmt fólk í fangelsi. Hann sagði atkvæðagreiðsluna stangast á við stjórnarskrá en það gerir margt annað án nokkurra afleiðinga. Til að mynda við réttinn til að hafa þak yfir höfuðið eða til jafnréttis. Ef atkvæðagreiðslan stangast á við stjórnarskrá var það vegna pólitískrar deilu þeirra sem vildu halda hana og þeirra sem vildu ekki að hún færi fram. Slíkt á að leysa á pólitískum vettvangi.“ Bosch segir enn fremur að það sé „skrítið, óvenjulegt og óásættanlegt“ að ákærðu sitji nú í sakamáladómstól og séu sökuð um glæpi sem „áttu sér einfaldlega aldrei stað“. „Þau eru sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður, glæpi sem þurfa að fela í sér ofbeldi. En það átti ekkert ofbeldi sér stað. Hvar var ofbeldið? Þjóðin var afar friðsamleg og héraðsstjórnin sömuleiðis. Það ættu aðrir að sitja fyrir dómi, ekki friðelskandi fyrrverandi héraðsstjórnin,“ segir Bosch og talar um að eina ofbeldið umrætt haust hafi verið af hálfu spænsku lögreglunnar þegar hún barði á kjósendum og reyndi að stöðva kosningarnar. Ráðherrann minnist á að nokkrir ráðherrar hafi valið að fara í útlegð og séu nú frjálsir í Belgíu og víðar. „Þau hafa farið fyrir dómara. Enginn þeirra dómara hefur litið svo á að draga skuli þau fyrir sakamáladómstól.“ Öfgaöfl Einn þeirra þriggja aðila sem sækja málið er öfgaíhaldsflokkurinn Vox. Bosch segir um að ræða flokk sem er andvígur sjálfsákvörðunarréttinum, kvenréttindum, réttindum dýra og innflytjendum. „Þetta er óumburðarlyndur flokkur. Hann er nú í kosningabaráttu og heyr hana í dómssal. Það er mikið áhyggjuefni af því að það þýðir að spænsk öfgaöfl, annað en gerist nú annars staðar í Evrópu, starfa innan kerfisins með leyfi yfirvalda,“ segir Bosch og bætir við: „Þetta snýst ekki bara um katalónskt sjálfstæði heldur líka um öfgaíhaldshreyfinguna í Evrópu.“ Engin bjartsýni Bosch segist ekki bjartsýnn á að dómstólar sýkni sakborningana. „Ég hef litla trú á því að hann sýni almenna skynsemi, sem stundum er ekki almenn, þá sérstaklega í þessu tilviki. Ég hef hins vegar trú á framtíð okkar og mannkynsins alls. Í Vestur-Evrópu 21. aldarinnar geta atburðir eins og þeir sem eiga sér stað heima ekki staðið yfir lengi. Þessu mun ljúka, ég er viss um það. Ég tel að við fáum brátt tækifæri til þess að ákvarða eigin framtíð.“ Hann segir að dómarnir gætu orðið þungir. „Krafist er allt að 25 ára yfir mörgum sakborningum, sem er þyngra en refsingin við morði. Ef dómarnir eru þungir mun það ekki hjálpa til við að leysa úr deilunni. Hún verður líklega verri.“ Þá segist hann viss um að frelsið, almenn skynsemi og grundvallarmannréttindi muni hafa betur. „Þess vegna er ég í þessu starfi.“ Bosch kveðst jafnframt vongóður um að hann muni sjá stofnun katalónsks lýðveldis á sinni ævi. Katalónar hafi þó ákveðin grundvallargildi í sjálfstæðisbaráttunni sem þeir muni aldrei víkja frá. „Við viljum að ferlið sé lýðræðislegt, siðmenntað og friðsamlegt. Við munum ekki beita ofbeldi, sama hvað um okkur er sagt og sama hvað verður um samstarfsmenn okkar sem nú sæta illri meðferð.“ Hann segir að sjálfstæði sé markmiðið því þannig sé hægt að auka velsæld og lífsgæði Katalóna. „Það er hægt að líta til íslensks fordæmis. Lífsgæði hafa aukist mikið frá því Ísland fékk sjálfstæði. Við skiljum ekki hvers vegna við ættum ekki að mega fara sömu leið.“ Ekkert upplýsingastríð Bosch hefur nú ferðast til nokkurra evrópskra höfuðborga. Hann segist ekki eingöngu hafa talað um stjórnmál á ferðum sínum en hafa vissulega verið hreinskilinn þegar hann er spurður út í stöðuna, líkt og í þessu viðtali. Katalónar eigi þó ekki í neinum upplýsingahernaði. „En við höfum tekið eftir því að Spánverjar þróa nú upplýsingaherferð sem kallast „Þetta er Spánn í raun“ þar sem því er haldið fram að Spánn sé lýðræðisríki sem hafi sjálfstæða dómstóla og beri virðingu fyrir mannréttindum. Þegar maður á borð við Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fer fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og fullyrðir þetta fyrir framan dómara, sem gætu litið Spán jákvæðum augum, gætu þeir velt því fyrir sér hvað knýi hann til þess að tala á þennan hátt. Telur hann Spán viðkvæman að þessu leyti? Heldur hann að Evrópa efist um þessa stöðu?“ spyr Bosch. „Ég held að þetta sé ekki sniðug nálgun. Hún sýnir óöryggi og mikinn veikleika spænska stjórnkerfisins þegar það þarf að tala á þennan hátt.“ Vonbrigði Katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu greiddu atkvæði með því að Pedro Sanchez, úr Sósíalistaflokki, yrði nýr forsætisráðherra. „Af því vonuðumst við eftir öðru og betra viðmóti og bjuggumst við því að hægt væri að eiga í viðræðum og finna lýðræðislega lausn á deilunni,“ segir Bosch. Það hefur hins vegar ekki gerst. „Það sem gerðist var afar svipað því sem við upplifðum undir stjórn Lýðflokksins. Málaferlin héldu áfram og þótt viðræður hafi farið af stað var þeim slitið innan fáeinna daga þegar spænska ríkisstjórnin stóð upp frá borðinu. Við höfum í mörg ár setið ein við þetta viðræðuborð og viljum finna lýðræðislega lausn.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Búa sig undir að hljóta þunga dóma: „Gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu“ Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. 4. mars 2019 15:31 Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Búa sig undir að hljóta þunga dóma: „Gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu“ Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. 4. mars 2019 15:31
Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45
Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15