Velkomin aftur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Kristín Þorsteinsdóttir Landsréttarmálið Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun