Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 12:01 Lögreglubíll við Moskuna miklu í París í morgun. Vísir/EPA Frönsk yfirvöld hafa hert öryggisgæslu við tilbeiðslustaði í kjölfar fjöldamorðanna í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Að minnsta kosti 49 eru látnir eftir skotárás morðingjans sem virðist hafa verið hægriöfgamaður. Slökkt verður á Eiffel-turninum í kvöld til að minnast fórnarlambanna. Stærsta samfélag múslima í Vestur-Evrópu er að finna í Frakklandi. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að öryggissveitir færu í eftirlitsferðir nærri bænarhúsum í ljósi voðaverkanna á Nýja-Sjálandi í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti á Twitter, að slökkt yrði á ljósum Eiffel-turnins í kvöld til að minnast fórnarlambanna.En hommage aux victimes de cet attentat, nous éteindrons ce vendredi soir @LaTourEiffel à minuit.— Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) March 15, 2019 Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglan á Skotlandi hafi einnig hert öryggi nærri moskum vegna voðaverkanna í Christchurch. Ekki hafi þó borist neinar njósnir af því að sérstök hætta sé á árásum þar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur lýst morðæðinu í Christchurch sem hryðjuverki. Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmd hryðjuverkið í dag, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í morgun. Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti um árásina nú í morgun og bauð fram aðstoð Bandaríkjastjórnar. „Hlýjasta samúð mín og bestu óskir til nýsjálensku þjóðarinnar eftir hræðilega fjöldamorðið í moskunum. 49 sakleysingjar hafa látið lífið á svo skynlausan hátt og svo margir fleiri eru alvarlega sárir. Bandaríkin standa með Nýja-Sjálandi með öllu því sem við getum gert. Guð blessi alla!“ tísti forsetinn.My warmest sympathy and best wishes goes out to the people of New Zealand after the horrible massacre in the Mosques. 49 innocent people have so senselessly died, with so many more seriously injured. The U.S. stands by New Zealand for anything we can do. God bless all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 15, 2019 Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Frönsk yfirvöld hafa hert öryggisgæslu við tilbeiðslustaði í kjölfar fjöldamorðanna í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Að minnsta kosti 49 eru látnir eftir skotárás morðingjans sem virðist hafa verið hægriöfgamaður. Slökkt verður á Eiffel-turninum í kvöld til að minnast fórnarlambanna. Stærsta samfélag múslima í Vestur-Evrópu er að finna í Frakklandi. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að öryggissveitir færu í eftirlitsferðir nærri bænarhúsum í ljósi voðaverkanna á Nýja-Sjálandi í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti á Twitter, að slökkt yrði á ljósum Eiffel-turnins í kvöld til að minnast fórnarlambanna.En hommage aux victimes de cet attentat, nous éteindrons ce vendredi soir @LaTourEiffel à minuit.— Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) March 15, 2019 Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglan á Skotlandi hafi einnig hert öryggi nærri moskum vegna voðaverkanna í Christchurch. Ekki hafi þó borist neinar njósnir af því að sérstök hætta sé á árásum þar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur lýst morðæðinu í Christchurch sem hryðjuverki. Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmd hryðjuverkið í dag, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í morgun. Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti um árásina nú í morgun og bauð fram aðstoð Bandaríkjastjórnar. „Hlýjasta samúð mín og bestu óskir til nýsjálensku þjóðarinnar eftir hræðilega fjöldamorðið í moskunum. 49 sakleysingjar hafa látið lífið á svo skynlausan hátt og svo margir fleiri eru alvarlega sárir. Bandaríkin standa með Nýja-Sjálandi með öllu því sem við getum gert. Guð blessi alla!“ tísti forsetinn.My warmest sympathy and best wishes goes out to the people of New Zealand after the horrible massacre in the Mosques. 49 innocent people have so senselessly died, with so many more seriously injured. The U.S. stands by New Zealand for anything we can do. God bless all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 15, 2019
Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent