Gáttuð á útúrsnúningum borgarinnar og „pólitísku stríði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2019 11:26 Jónína Sigurðardóttir, móðir barns í Fossvogsskóla, Gert er ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um nýtt húsnæði fyrir starfsemi Fossvogsskóla eftir hádegi í dag en horft hefur verið til Laugardalshallar og Þróttaraheimilisins. Móðir barns í Fossvogsskóla segist þreytt á útúrsnúningum fulltrúa borgarinnar og því „pólitíska stríði“ sem málið virðist hafa orðið. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga hefur leit staðið yfir að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla síðan mygla fannst í skólanum. Þá fundust einnig rakaskemmdir í húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi, þar sem áætlað var að Fossvogsskóli tæki til starfa, og var því hætt við að flytja starfsemina þangað. Óútskýrðir og kvalafullir höfuðverkir Jónína Sigurðardóttir, móðir barns í Fossvogsskóla, lýsir stöðu mála í grein sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hún barn sitt hafa fundið fyrir töluverðum einkennum og veikst vegna myglunnar í skólanum. Þannig hafi barnið meðal annars gengist undir taugarannsókn vegna „óútskýrðra og virkilega kvalafullra höfuðverkja“. Jónína segir að upplýsingafundur, sem haldinn var fyrir foreldra barna í Fossvogsskóla í fyrradag, hafa verið mikil vonbrigði. „Fulltrúar borgarinnar sneru sífellt út úr og komu sér undan því að svara spurningum foreldra sem vilja gæta hagsmuna barna sinna. Vanvirðing af þessu tagi er mér algjörlega óskiljanleg og fékk ég frekar á tilfinninguna að við værum í einhvers konar pólitísku stríði sem á alls ekki við á þessum vettvangi,“ segir Jónína í grein sinni. Þá finnst henni Heilbrigðiseftirlitið hafa sloppið vel í umræðu um málið, í ljósi þess hvernig staðið hafi verið að skoðun á skólanum. Komið hefur fram að skólinn var skoðaður með tilliti til myglu með mánaðarmillibili. Fyrst framkvæmdi verkfræðistofan Mannvit afmarkaða skoðun á hluta skólans sem sýndi ekki fram á rakaskemmdir. Mannvit lagði þó til frekari skoðun á húsnæðinu og heildarúttekt á vegum Verkíss sýndi fram á að mikil mygla væri í skólanum. „Á fundinum gat enginn svarað hvernig stæði á því að heilbrigðiseftirlitið hefði gefið skólanum 4 af 5 í einkunn í lok nóvember sl. og nokkrum mánuðum síðar er ástandið svo slæmt að loka þarf öllu húsnæðinu. Enginn virtist vita í umboði hvers þeir starfa,“ segir Jónína. Stakk upp á samanburðarrannsóknÞá gagnrýnir hún frekar viðbrögð fulltrúa borgarinnar á fundum vegna málsins. Þannig lýsir hún því að einn fulltrúinn hafi látið hafa eftir sér að athyglisvert yrði að framkvæma „langtímasamanburðarrannsókn“, með það að markmiði að bera saman heilsu barna sem veikst hafa vegna myglu og barna sem ekki hafa komist í snertingu við myglu. „Þegar að þarna var komið við sögu féll hakan niður í gólf enda með eindæmum einkennilegt svar við spurningunni. Er það virkilega í forgangi hjá fulltrúa borgarinnar að velta fyrir sér áhugaverðum rannsóknarefnum þegar foreldrar vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér? Eða var þetta kannski tilraun til að víkja sér undan því að svara spurningunni?“ Dýrt fyrir foreldraJónína segir í samtali við Vísi í morgun að enn ríki óvissa um það hvert starfsemi Fossvogsskóla verði flutt. Húsnæði í Laugardalnum á borð við Laugardalshöll og aðstöðu hjá KSÍ hafi verið nefnt. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, staðfestir að m.a. sé verið að skoða Laugardalshöll og Þróttaraheimilið sem mögulegar lausnir. Ákvörðun muni þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir hádegi í dag. Fossvogsskóli var opinn á mánu-, þriðju- og miðvikudag í þessari viku en engin kennsla hefur farið fram á starfsdögum í gær og í dag. Að sögn Jónínu hafa foreldrar jafnframt fengið staðfest að ekki verði kennt í skólanum á mánudag líkt og ætlað var. Þá segir Jónína að margir foreldrar hafi haldið börnum sínum heima þrátt fyrir að kennsla færi fram í skólanum. Sjálf hefur Jónína haldið sínu barni heima og bendir á að þessu fylgi mikill kostnaður fyrir foreldra, sem þurfi að taka sér frí frá vinnu eða greiða aukalega fyrir vistun barna sinna á frístundaheimili.Uppfært klukkan 12:54:Verkfræðistofan Mannvit vill koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu vegna aðkomu stofunnar að málinu:Með vísan í fréttaflutning síðustu daga um rakaskemmdir í Fossvogsskóla telur Mannvit rétt að koma á framfæri að skoðun Mannvits var ekki úttekt á húsnæðinu. Verkbeiðnin sem Mannviti barst frá Reykjavíkurborg var um ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. Skoðun og sýnataka var framkvæmd í samræmi við þá verkbeiðni og ábendingar um aðgerðir tóku mið af því. Settar voru fram tillögur að fyrstu skrefum í átt að lausn vandans, meðal annars var lagt til að fram færi frekari skoðun á byggingunni, svo sem þakvirki og kjallara. Í framhaldinu var Verkís fengið til að gera úttekt á húsnæðinu. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mygla í Fossvogsskóla – hver ber ábyrgð? Fyrir mitt leyti þá verð ég að segja að fundurinn sem haldinn var í fyrradag var mér mikil vonbrigði. Foreldrar höfðu skiljanlega margar spurningar þar sem mikil óvissa ríkir um ástandið. 15. mars 2019 11:03 Sjónum beint að Laugardal fyrir starfsemi Fossvogsskóla Eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi er enn leitað að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla út skólaárið. 14. mars 2019 18:22 Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt Börn í Fossvogsskóla fá ekki kennslu í Kópavogi frá og með mánudegi eins og tilkynnt var. Þar reyndust rakaskemmdir sem er einmitt það ástand sem verið er að flýja í Fossvogi. Tíðindin valda miklum vonbrigðum segir skólastjórinn. 14. mars 2019 07:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um nýtt húsnæði fyrir starfsemi Fossvogsskóla eftir hádegi í dag en horft hefur verið til Laugardalshallar og Þróttaraheimilisins. Móðir barns í Fossvogsskóla segist þreytt á útúrsnúningum fulltrúa borgarinnar og því „pólitíska stríði“ sem málið virðist hafa orðið. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga hefur leit staðið yfir að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla síðan mygla fannst í skólanum. Þá fundust einnig rakaskemmdir í húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi, þar sem áætlað var að Fossvogsskóli tæki til starfa, og var því hætt við að flytja starfsemina þangað. Óútskýrðir og kvalafullir höfuðverkir Jónína Sigurðardóttir, móðir barns í Fossvogsskóla, lýsir stöðu mála í grein sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hún barn sitt hafa fundið fyrir töluverðum einkennum og veikst vegna myglunnar í skólanum. Þannig hafi barnið meðal annars gengist undir taugarannsókn vegna „óútskýrðra og virkilega kvalafullra höfuðverkja“. Jónína segir að upplýsingafundur, sem haldinn var fyrir foreldra barna í Fossvogsskóla í fyrradag, hafa verið mikil vonbrigði. „Fulltrúar borgarinnar sneru sífellt út úr og komu sér undan því að svara spurningum foreldra sem vilja gæta hagsmuna barna sinna. Vanvirðing af þessu tagi er mér algjörlega óskiljanleg og fékk ég frekar á tilfinninguna að við værum í einhvers konar pólitísku stríði sem á alls ekki við á þessum vettvangi,“ segir Jónína í grein sinni. Þá finnst henni Heilbrigðiseftirlitið hafa sloppið vel í umræðu um málið, í ljósi þess hvernig staðið hafi verið að skoðun á skólanum. Komið hefur fram að skólinn var skoðaður með tilliti til myglu með mánaðarmillibili. Fyrst framkvæmdi verkfræðistofan Mannvit afmarkaða skoðun á hluta skólans sem sýndi ekki fram á rakaskemmdir. Mannvit lagði þó til frekari skoðun á húsnæðinu og heildarúttekt á vegum Verkíss sýndi fram á að mikil mygla væri í skólanum. „Á fundinum gat enginn svarað hvernig stæði á því að heilbrigðiseftirlitið hefði gefið skólanum 4 af 5 í einkunn í lok nóvember sl. og nokkrum mánuðum síðar er ástandið svo slæmt að loka þarf öllu húsnæðinu. Enginn virtist vita í umboði hvers þeir starfa,“ segir Jónína. Stakk upp á samanburðarrannsóknÞá gagnrýnir hún frekar viðbrögð fulltrúa borgarinnar á fundum vegna málsins. Þannig lýsir hún því að einn fulltrúinn hafi látið hafa eftir sér að athyglisvert yrði að framkvæma „langtímasamanburðarrannsókn“, með það að markmiði að bera saman heilsu barna sem veikst hafa vegna myglu og barna sem ekki hafa komist í snertingu við myglu. „Þegar að þarna var komið við sögu féll hakan niður í gólf enda með eindæmum einkennilegt svar við spurningunni. Er það virkilega í forgangi hjá fulltrúa borgarinnar að velta fyrir sér áhugaverðum rannsóknarefnum þegar foreldrar vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér? Eða var þetta kannski tilraun til að víkja sér undan því að svara spurningunni?“ Dýrt fyrir foreldraJónína segir í samtali við Vísi í morgun að enn ríki óvissa um það hvert starfsemi Fossvogsskóla verði flutt. Húsnæði í Laugardalnum á borð við Laugardalshöll og aðstöðu hjá KSÍ hafi verið nefnt. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, staðfestir að m.a. sé verið að skoða Laugardalshöll og Þróttaraheimilið sem mögulegar lausnir. Ákvörðun muni þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir hádegi í dag. Fossvogsskóli var opinn á mánu-, þriðju- og miðvikudag í þessari viku en engin kennsla hefur farið fram á starfsdögum í gær og í dag. Að sögn Jónínu hafa foreldrar jafnframt fengið staðfest að ekki verði kennt í skólanum á mánudag líkt og ætlað var. Þá segir Jónína að margir foreldrar hafi haldið börnum sínum heima þrátt fyrir að kennsla færi fram í skólanum. Sjálf hefur Jónína haldið sínu barni heima og bendir á að þessu fylgi mikill kostnaður fyrir foreldra, sem þurfi að taka sér frí frá vinnu eða greiða aukalega fyrir vistun barna sinna á frístundaheimili.Uppfært klukkan 12:54:Verkfræðistofan Mannvit vill koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu vegna aðkomu stofunnar að málinu:Með vísan í fréttaflutning síðustu daga um rakaskemmdir í Fossvogsskóla telur Mannvit rétt að koma á framfæri að skoðun Mannvits var ekki úttekt á húsnæðinu. Verkbeiðnin sem Mannviti barst frá Reykjavíkurborg var um ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. Skoðun og sýnataka var framkvæmd í samræmi við þá verkbeiðni og ábendingar um aðgerðir tóku mið af því. Settar voru fram tillögur að fyrstu skrefum í átt að lausn vandans, meðal annars var lagt til að fram færi frekari skoðun á byggingunni, svo sem þakvirki og kjallara. Í framhaldinu var Verkís fengið til að gera úttekt á húsnæðinu.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mygla í Fossvogsskóla – hver ber ábyrgð? Fyrir mitt leyti þá verð ég að segja að fundurinn sem haldinn var í fyrradag var mér mikil vonbrigði. Foreldrar höfðu skiljanlega margar spurningar þar sem mikil óvissa ríkir um ástandið. 15. mars 2019 11:03 Sjónum beint að Laugardal fyrir starfsemi Fossvogsskóla Eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi er enn leitað að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla út skólaárið. 14. mars 2019 18:22 Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt Börn í Fossvogsskóla fá ekki kennslu í Kópavogi frá og með mánudegi eins og tilkynnt var. Þar reyndust rakaskemmdir sem er einmitt það ástand sem verið er að flýja í Fossvogi. Tíðindin valda miklum vonbrigðum segir skólastjórinn. 14. mars 2019 07:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Mygla í Fossvogsskóla – hver ber ábyrgð? Fyrir mitt leyti þá verð ég að segja að fundurinn sem haldinn var í fyrradag var mér mikil vonbrigði. Foreldrar höfðu skiljanlega margar spurningar þar sem mikil óvissa ríkir um ástandið. 15. mars 2019 11:03
Sjónum beint að Laugardal fyrir starfsemi Fossvogsskóla Eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi er enn leitað að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla út skólaárið. 14. mars 2019 18:22
Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt Börn í Fossvogsskóla fá ekki kennslu í Kópavogi frá og með mánudegi eins og tilkynnt var. Þar reyndust rakaskemmdir sem er einmitt það ástand sem verið er að flýja í Fossvogi. Tíðindin valda miklum vonbrigðum segir skólastjórinn. 14. mars 2019 07:15