Bein útsending: Þegar arfgerð breytir meðferð Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. mars 2019 12:45 Jón Snædal, Hans Tómas Björnsson, Kári Stefánsson og Hilma Hólm flytja erindi á fræðslufundinum. Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð. Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð.
Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira