Einar Árni: ÍR er með frábært lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2019 21:06 Einar Árni og félagar fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. vísir/bára „Sóknin var flott og vörnin var betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aðalatriðið var að enginn meiddist. Það var margt gott í þessu og margir lögðu í púkkið,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Skallagrími í kvöld. Í síðustu tveimur umferðunum Domino's deildar karla mætti Njarðvík liðunum sem féllu, Breiðabliki og Skallagrími. Einar segir að þetta hafi ekki verið óskastaða. „Ég hefði ekki valið mér þetta. Síðustu 2-3 vikurnar hefur þetta verið hangandi yfir okkur; að þetta væri möguleiki. Við reyndum bara að horfa á sjálfa okkur,“ sagði Einar sem hrósaði Borgnesingum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld „Skallarnir voru áræðnir, létu vaða og hittu mjög vel. Við áttum í mesta basli með að stoppa þá og við getum ekki sagt að við höfum ekki fengið eitthvað út úr þessu.“ Njarðvíkingar áttu möguleika á deildarmeistaratitlinum en fengu ekki hjálp frá Haukum sem þeir þurftu á að halda. Þeir grænu enduðu í 2. sæti og þeirra bíður einvígi gegn ÍR í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Þeir eru með frábært lið og unnu okkur í hörkuleik um daginn. Við höfum eitthvað að sanna í þeim leikjum því við vorum heldur ekki góðir í fyrri leiknum í Seljaskóla. Við þurfum að undirbúa okkur vel. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Einar að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Skallagrímur 113-84 | Urðu að gera sér 2. sætið að góðu Njarðvíkingar unnu fallna Borgnesinga örugglega í kvöld. Þeir mæta ÍR-ingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. 14. mars 2019 21:15 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Sóknin var flott og vörnin var betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aðalatriðið var að enginn meiddist. Það var margt gott í þessu og margir lögðu í púkkið,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Skallagrími í kvöld. Í síðustu tveimur umferðunum Domino's deildar karla mætti Njarðvík liðunum sem féllu, Breiðabliki og Skallagrími. Einar segir að þetta hafi ekki verið óskastaða. „Ég hefði ekki valið mér þetta. Síðustu 2-3 vikurnar hefur þetta verið hangandi yfir okkur; að þetta væri möguleiki. Við reyndum bara að horfa á sjálfa okkur,“ sagði Einar sem hrósaði Borgnesingum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld „Skallarnir voru áræðnir, létu vaða og hittu mjög vel. Við áttum í mesta basli með að stoppa þá og við getum ekki sagt að við höfum ekki fengið eitthvað út úr þessu.“ Njarðvíkingar áttu möguleika á deildarmeistaratitlinum en fengu ekki hjálp frá Haukum sem þeir þurftu á að halda. Þeir grænu enduðu í 2. sæti og þeirra bíður einvígi gegn ÍR í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Þeir eru með frábært lið og unnu okkur í hörkuleik um daginn. Við höfum eitthvað að sanna í þeim leikjum því við vorum heldur ekki góðir í fyrri leiknum í Seljaskóla. Við þurfum að undirbúa okkur vel. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Einar að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Skallagrímur 113-84 | Urðu að gera sér 2. sætið að góðu Njarðvíkingar unnu fallna Borgnesinga örugglega í kvöld. Þeir mæta ÍR-ingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. 14. mars 2019 21:15 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Umfjöllun: Njarðvík - Skallagrímur 113-84 | Urðu að gera sér 2. sætið að góðu Njarðvíkingar unnu fallna Borgnesinga örugglega í kvöld. Þeir mæta ÍR-ingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. 14. mars 2019 21:15